Breiðsíðan sló í gegn

Prentútgáfa Morgunblaðsins var í annarri stærð en venjulega þegar blaðið kom inn um bréfalúgur landsmanna í morgun. Blaðið var helmingi stærra en venjulega og minnti meira á prentútgáfur frá erlendum stórblöðum en hefðbundnu broti Morgunblaðsins.

Þegar prentvélarnar fóru í gang í Landsprenti í gærkvöldi var fagnað með þeim sem komu að breiðsíðunni. Þar á meðal var starfsfólk hjá N1 og Íslensku auglýsingastofunni auk starfsmanna Morgunblaðsins.

Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Morgunblaðið kemur út í þessu stóra broti því það gerðist um nokkurra mánaða skeið síðla árs 1919 og fram á árið 1920. Breiðsíða Morgunblaðsins er þó ekki nýtt form heldur var um einstakan viðburð að ræða. Á morgun kemur blaðið aftur í venjulegri stærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál