Friðrik Friðriksson kvaddur á Sky Lounge

Ragnheiður Baldursdóttir formaður starfsmannafélagsins og Friðrik Friðriksson.
Ragnheiður Baldursdóttir formaður starfsmannafélagsins og Friðrik Friðriksson.

Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri SkjásEins, er að hætta hjá fyrirtækinu og var kvaddur með stæl á dögunum á Sky Lounge. Friðrik er þó ekki alveg hættur því hann verður í vinnu hjá félaginu út maí en SkjárEinn sameinaðist Símanum á dögunum. Þegar ég heyrði í Friðriki og spurði hann út í framtíðina og hvað hann ætlaði að fara að gera sagði hann það ekki liggja ljóst fyrir.

„Ég er að velta hlutunum fyrir mér. Þetta hefur verið frábær tími, að koma Skjánum í góðan rekstur,“ segir Friðrik.

Friðrik segir að vinnan á SkjáEinum hafi verið mikil áskorun og langt frá því að vera þægileg innivinna. „Það er áskorun að vinna í svona bransa þar sem varan sem verið er að selja er ekki „must have“ heldur „nice to have“. Þetta var dínamískt starf og maður var alls ekki með tærnar upp í loft og fór heim klukkan fjögur. Ég á bara góðar minningar um SkjáEinn.“

Friðrik segist vera ánægður að hverfa frá fyrirtækinu þar sem það sé vel á vegi statt. „Ég fer ánægður frá þessu. Þú býrð ekki til gott fyrirtæki nema að hugsa vel um starfsmennina og viðskiptavinina. Það er ekki nóg að vera bara með góða vöru,“ segir hann.

Ragnheiður Baldursdóttir færir Friðriki blóm.
Ragnheiður Baldursdóttir færir Friðriki blóm.
Pálmi Guðmundsson er hér fremstur á myndinni.
Pálmi Guðmundsson er hér fremstur á myndinni.
Það var góð stemning í hópnum.
Það var góð stemning í hópnum.
Sævar Hreiðarsson er hér lengst til hægri.
Sævar Hreiðarsson er hér lengst til hægri.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál