Barber greifarnir í bíó með rapphundum landsins

Villi, Grjóni, Benjamin og Halli Bogi.
Villi, Grjóni, Benjamin og Halli Bogi. mbl.is/Styrmir Kári

Strákarnir á rakarastofunni Barber, Villi, Grjóni, Halli og Benjamín, eru forfallnir rappaðdáendur. Það er ekki hægt að segja að þeir séu hefðbundin rakarastofa því þeir selja vínilplötur á stofunni og gera töluvert að því að skipuleggja viðburði.

Strákarnir á Barber efndu til forsýningar á myndinni Straight Outta Compton í Laugarásbíói í gær og buðum öllum helstu rapphundum bæjarins. 

Öll umgjörðin hjá Barber strákunum var til fyrirmyndar en fyrir utan bíóið mátti sjá glæsilegan Cadillac og svo var boðið upp á fyrsta flokks rapptónlist hjá Dj Kocoon sem sá um tónlistina. Barber barinn sá svo um að bjóða upp á frískandi drykki. 

Kvikmyndin Straight Outta Compton fjallar um rappsveitina goðsagnakenndu N.W.A. en hún náði gífurlegum vinsældum á níunda áratug síðustu aldar. Í sveitinni voru Ice Cube, Dr. Dre, Mc Ren, Eazy E, Arabian Prince og DJ Yella, sem allir voru úr Compton-hverfinu í suðurhluta Los Angeles-borgar. Myndin byggir á sögu grúppunnar og hvernig hún markaði djúpt spor í sögu rappsins, ekki síður í sögu dægurmálamenningar í Bandaríkjunum í ljósi þess að meðlimir sveitarinnar lentu í pólitískum deilum við lögregluyfirvöld. 

Fyrsta stúdíóplata N.W.A. kom út árið 1988 og seldist í rúmlega tveimur milljónum eintaka. Textarnir ollu miklum deilum þar sem mörgum fannst þeir upphefja glæpahengi og ofbeldi auk þess að spilla fyrir ungafólkinu sem hlustaði á þá.
Straight Outta Compton hefur fengið frábæra dóma og er sögð vera vönduð, fróðleiksrík og spennandi túlkun á stórmerkilegu tímabili.

Þórður Bjarki Arnarson, Einar Þór Gústafsson og Einar Ben.
Þórður Bjarki Arnarson, Einar Þór Gústafsson og Einar Ben. mbl.is/Styrmir Kári
Ágúst Bent Sigurbertsson og Steinþór Hróar Steinþórsson.
Ágúst Bent Sigurbertsson og Steinþór Hróar Steinþórsson. mbl.is/Styrmir Kári
Edda Scheving og Harpa Hjartardóttir.
Edda Scheving og Harpa Hjartardóttir. mbl.is/Styrmir Kári
Bergur Finnbogason og Júlía Stefánsdóttir.
Bergur Finnbogason og Júlía Stefánsdóttir. mbl.is/Styrmir Kári
Sindri Sigurðsson, Erpur Eyvindarson og Markús Hjaltason.
Sindri Sigurðsson, Erpur Eyvindarson og Markús Hjaltason. mbl.is/Styrmir Kári
Eirika Ösp Arnardóttir og Leon Hill.
Eirika Ösp Arnardóttir og Leon Hill. mbl.is/Styrmir Kári
Valur Hrafn Einarsson, Íris Tanja Flyering og Ásdís Fjóla Svavarsdóttir.
Valur Hrafn Einarsson, Íris Tanja Flyering og Ásdís Fjóla Svavarsdóttir. mbl.is/Styrmir Kári
Alvia Islandia og Egill Tiny.
Alvia Islandia og Egill Tiny. mbl.is/Styrmir Kári
Thelma Rut Guðbrandsdóttir og Selma Soffía Guðbrandsdóttir.
Thelma Rut Guðbrandsdóttir og Selma Soffía Guðbrandsdóttir. mbl.is/Styrmir Kári
Hildur Helga Ingvarsdóttir og Ólafur Ingi Stefánsson.
Hildur Helga Ingvarsdóttir og Ólafur Ingi Stefánsson. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál