Þórunn Antonía glitraði á karaokie-kvöldi

Þórunn Antonía sló í gegn í pallíettusamfestingi.
Þórunn Antonía sló í gegn í pallíettusamfestingi.

„Ég mætti í partýbingó hjá stórvinkonu minni henni Siggu Kling eitt sunnudagskvöldið og bjóst bara við svona almennri bingóstemmningu, en það var nú alls ekki raunin því hún hélt uppi svo miklu stuði að fólk var farið að dansa uppi á borðum og rífa sig úr að ofan. Ég sagði við hana og Ásthildi veitingastjóra að þetta minnti mig á uppáhalds-karaoke-staðinn minn sem við vinkonurnar stunduðum mikið í London. Það var alltaf svo mikið fjör og hlegið og þetta snerist bara um að hafa gaman. Þannig varð til hugmyndin að Partý-karaoke-kvöldinu. Allir sem syngja fá að snúa lukkuhjóli og eiga tækifæri á að vinna glæsilega eða að minnsta kosti stórfyndna vinninga,“ segir Þórunn Antonía Magnúsdóttir söngvari. Hún hélt uppi stuðinu á Sæta svíninu á sunnudagskvöldið. 

Þórunn Antonía tók pallíetturnar alla leið og klæddist grænum pallíettusamfestingi frá Selmu Ragnarsdóttur fatahönnuði. Selma sérsneið samfestinginn á hana en eins og sést á myndunum keyrði hann upp stemmninguna. Það verður náttúrulega allt skemmtilegra þegar pallíetturnar fá að fljóta með. 

Þegar ég spyr Þórunni Antoníu hverjir hafi mætt á karaoke-kvöldið á Sæta svíninu segir hún að landsliðið hafi verið á svæðinu. 

„Á fyrsta kvöldinu var eiginlega landsliðið í tískuskvísum mætt því það féll þannig á að Ellen Lofts stílisti átti afmæli og vinkonur hennar voru að koma henni á óvart, meðal gesta voru Erna Bergmann, Ása Ninna, Sylvia Lovetank, Katrín Alda, Sigga Mæja, Inga Eiríks og fleiri ofurskutlur,“ segir hún. 

Hvaða lög voru vinsælust?

„Það voru allt frá Frozen-þemalaginu, til Titanic-lagsins og svo söng einn myndarlegur ungur maður Backstreet Boys-slagarann I want it that way sem mér þótti verulega skemmtilegt.“

Hvað söngst þú?

„Það er ekki markmiðið að ég syngi á þessum kvöldum ég er meira svona karaoke-stjóri og Dj Dóra Júlía heldur uppi stemmningunni sem Dj, en ég var klöppuð upp til þess að syngja Euphoria og það var mjög fyndið og skemmtilegt.“

Ertu mikil kareoki-kona?

„Já, það er bara svo gaman að sjá fólk syngja, allir elska að syngja.“

Hvað er svona skemmtilegt við karaoke?

„Þetta er bara svo mikil skemmtun og tækifæri til þess að standa uppi á sviði og hleypa tilfinningum og rödd út úr hjartanu og sál. Söngur er stresslosandi og þess vegna til dæmis er þetta svona vinsælt hjá fólki í Japan. Það eru business-menn sem enda daga sína eftir annir á karaoke-börum og sleppa sér lausum. Henda áhyggjum sínum burt. Karaoke er eins konar núvitundar gleðisprengja.“

Karaoke-kvöldið heppnaðist svo vel að nú er búið að taka miðvikudagskvöld frá á Sæta svíninu og mælir Þórunn Antonía með því að fólk mæti kl. 20.00, fái sér eitthvað gott að borða og detti svo í karaoke-gleði klukkan níu. 

Sigríður Klingenberg tók lagið.
Sigríður Klingenberg tók lagið.
Þorsteinn Stephensen og Róbert Aron Magnússon.
Þorsteinn Stephensen og Róbert Aron Magnússon.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál