Ertu með annað fólk á heilanum?

Jóhanna Magnúsdóttir guðfræðingur.
Jóhanna Magnúsdóttir guðfræðingur. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Guðfræðingurinn Jóhanna Magnúsdóttir veltir vöngum yfir hugsunum fólks og hvernig öfundin geti farið með fólk á skrýtinn stað í lífinu.

„Konan með stóra rassinn leitar að annarri með stærri rass, til að geta sett út á hann.

Pabbinn sem gagnrýnir son sinn fyrir að vera í tölvunni - er feginn að vera „obbolítið“ minna í tölvunni sjálfur.

Þegar við erum að „hugsa“ um eða gagnrýna náungann eða pæla í því hvað hann er að gera, er það oft í raun þannig að við erum að bera okkur saman við náungann.  „Ég er nú ekki svona slæm/ur“ .. gætum við hugsað.  

Sumir ganga það langt að segja að þegar við gagnrýnum náungann séum við alltaf að gagnrýna okkur sjálf. Við séum í raun að meta og vega okkur sjálf (því hvað er gagnrýni annað en mál og vog?) - 

„Með þeim mæli sem þér mælið munuð þér og mældir verða“  ...  við vegum og metum og fáum það bara til baka,“ segir Jóhanna. Hún segir að öfundin sé stundum svolítið að þvælast fyrir fólki.

„Öfundin kemur stundum undarlega út. Okkur finnst mikið til einhvers koma, eða vildum gjarnan vera eins og viðkomandi. Þá má snúa dæminu með stóra rassinn við. Konan með stóra rassinn sér konu með lítinn rass og óskar sér að vera svoleiðis. Fer hún að hrósa þessari með litla rassinn? Það fer eftir hennar eigin sjálfstrausti, og í mörgum tilfellum er það bara þannig að hún fer að leita að göllum hjá hinni konunni, setja út á hana á einn eða annan máta.

Það þarf varla að taka það fram að þetta „rassatal“ er myndlíking.  Þetta gæti verið hvað sem er.  Einhver nær árangri og annar öfundar og þá fer hann að setja út á þann sem nær árangri.  Þetta er líka þekkt þegar fólk hættir saman og byrjar með nýjum aðila, þá fer fyrrverandi að leita að göllum hjá þessari/þessum núverandi.“

Þegar fólk er komið á þennan stað er ágætt að staldra við og hugsa með sér hvað skipti raunverulega máli.

„Skiptir máli að vera upptekin/n af öðru fólki, og hvernig hjálpar það okkar eigin hamingju, árangri eða hverju sem er í lífinu?  

Það er fyrst þegar við stillum fókusinn heim og hættum að bera okkur saman, öfundast eða upphefjast af öðru fólki -  sem við förum að ná einhverjum tökum á okkar eigin lífi.

Það er lykilatriði í þessu lífi að vera „heima hjá sér“ - þ.e.a.s. sáttur við sjálfan sig og veita sjálfum okkur athygli.“

Jóhanna segir að það sé mikilvægt fyrir fólk, þegar það er komið á einhvern undarlegan stað, að snúa heim í eigin líkama og eigin sál.

„Það er pínulítið sorglegt að gleyma okkur sjálfum, því ef við erum sjálfum okkur gleymd, þá erum við ekki með sjálfum okkur.  

Það er ágætt að vita að við stjórnum ekki öðru fólki, við stjórnum okkur sjálfum, það megum við og við höfum þennan frjálsa vilja til að velja okkur viðhorf.  Viðhorf = hvert og hvernig við horfum.  Erum við þess virði að horfa á okkur í spegli, í stað þess að spegla okkur í náunganum?“

Jóhanna segir að það sé mikið frelsi fólgið í því að vera ekki upptekinn af öðru fólki.

„Það er frelsandi að hætta að vera upptekin af öðrum, að vera að hugsa hvað „hinir“ séu að hugsa og vera að hugsa um „hina“. Fjöldi fólks er í fangelsi „hinna“ og getur ekki verið það sjálft því það er svo upptekið af „hinum“.

Það er upplagt að muna eftir að taka sjálfa/n sig í fangið og gefa sér gott „kram“ eins og danskurinn segir. Rifja sjálfa/n sig svolítið upp. Við erum öll þess virði.  

Svo sleppum tökum á náunganum, - leyfum honum að taka ábyrgð á sjálfum sér (og sínum rassi) og við tökum ábyrgð á okkur!“

HÉR er hægt að lesa pistla Jóhönnu Magnúsdóttur.

Jóhanna Magnúsdóttir.
Jóhanna Magnúsdóttir. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál