Rýndu í tölurnar áður en þau giftu sig

Vita Lafleur Sigurðsson og Benedikt Lafleur talnaspekingur á brúðkaupsdaginn.
Vita Lafleur Sigurðsson og Benedikt Lafleur talnaspekingur á brúðkaupsdaginn.

„Helgardagar eru nú orðnir vinsælli en áður af praktískum ástæðum, en þeir þurfa þó ekki að vera bestu dagarnir, enda þótt eitthvað kunni að vera hæft í því að laugardagur sé til lukku. Ég hvet því alla sem velja sér brúðkaupsdag að rýna í eigin tölur, þ.e. tölugildin á bak við nafnið sitt og fæðingardaginn áður en það tekur svo örlagaríkt spor. Þá getur verið gott að leita á mið talnaspekinnar og lesa sig til í fræðunum eða láta sérfræðing reikna sig út. Oft er gott að láta dagsetninguna taka mið af eigin orku og persónuleika sem tölur manns jú afhjúpa,“ segir talnaspekingurinn Benedikt Lafleur þegar hann er spurður út í hentuga brúðkaupsdaga enda er aðalbrúðkaupsvertíðin framundan. 

Benedikt lá til dæmis yfir tölunum áður en hann gekk að eiga eiginkonu sína. Þegar ég spyr hann hvers vegna hann hafi gert það segir hann að þau hjónin séu bæði þannig innstillt að þau trúi ekki á tilviljanir.

„Við vildum gera þetta almennilega og töldum að góð dagsetning, það er sem byggi yfir máttugum tölum myndu hjálpa okkur í lífinu og trúum því enn. Tölurnar sem við völdum okkur voru tákn um sameiningu tveggja sálna, mátt þeirra og megin. Sú tala sem við völdum okkur og inniheldur 2, einn og svo þversummuna 8 þurfa þó alls ekki að henta öllum,“ segir hann. 

Hann segir að þetta séu kannski ekki bestu tölurnar fyrir alla þó þær henti þeim hjónunum. 

„Stundum getur verið mun betra fyrir fólk að velja sér rólegri tölur, tölur sem fela í sér meiri staðfestu og öryggi, til að mynda til mótvægis gegn of æstum eða óstöðugum tölum. Hér er aðalatriðið að fá fram það sem fólki er fyrir bestu, það sem það þarfnast, ekki endilega það sem það sækir mest í. Jafnvægið er fyrir öllu. Þarna getur reynsla talnaspekinnar eða talnaspekingsins gert gæfumuninn.“

Þegar ég spyr Benedikt hvaða dagur hafi orðið fyrir valinu hjá þeim hjónunum vill hann ekki gefa það upp. En þegar ég spyr hann hvort dagurinn sem fólk velur fyrir hjónaband sitt skipti máli um það hvort hjónabandið endist eða ekki segir hann það ekki endilega skipta máli. 

„Ég tel það ekki endilega skipta máli, því ég trúi eiginlega ekki á tilviljanir. Ef fólk er tilbúið að skoða daginn sérstaklega sýnir það að því er alvara með daginn og vill velja sér góðan dag, ef það velur einn dag fram yfir annan er það ekki tilviljun, en vissulega getur verið gott að rýna í daginn til að skilja merkingu hans og það getur hjálpað mjög til að þróa þá orku og útgeislun sem fólk þarfnast. Aðalatriðið er þó að vinna í sjálfum sér. Stundum velur fólk sér dagsetningar af því að það er einhvern veginn stemmt þá stundina, en sú stemning þarf þó ekki að vera sú sem er gæfulegust fyrir fólkið. Það að taka sér góðan tíma til að velja sér dagsetningu og jafnvel leita ráða getur því falið í sér meira öryggi fyrir fólk og gert það sáttara með sig og hjálpað því óbeint síðar meir. Þetta er ekki mjög ólíkt því ferli að skipta um nafn, það getur hjálpað fólki að breyta lífi sínu, en ferlið sem slíkt felur þann vilja strax í sér áður en nafninu er breytt. Að láta verða úr því getur hins vegar skipt sköpum. Ef þú spáir ekkert í þessu geturðu auðvitað breytt lífi þínu með öðrum hætti en ert kannski ekki eins meðvitaður um tengsl talna þinna í því ferli, eða möguleika þeirra til að hjálpa þér. Þar með er ekki sagt að þú getir ekki breytt lífi þínu, þú notar bara önnur tæki til þess.“

Hvaða eiginleikum þarf dagurinn að búa yfir?

„Það er svolítið einstaklingsbundið, en svona almennt séð þarf hann að búa yfir mýkt tvistsins, sameiningu hans og kærleika, sem eru helstu eiginleikar tvistsins. Hann má þó ekki alltaf vera mjög mjúkur, sumum gæti hentað ástríðufullir eiginleikar fimmunnar öðrum staðfesta fjarkans, en almennt má segja að hin fjölskylduvænu gildi sexunnar, tvistsins og svo fjarkans séu þau gildi sem best sé að sækjast eftir og því gott að nota þessar þrjár tölur eða tölur, helst sem uppistöðu en einnig í þversummu dagsetningarinnar. Hér skiptir svolitlu máli hvernig tölurnar raðast saman. Fyrir mikið hugsjónafólk geta mjúkar tölur og diplómatískar eins og áttan hentað vel, eins og það gerði í okkar tilviki, hjónanna, en hjá öðrum henta hugsjónatölur betur. Mikilvægt er að hver og einn rýni í sjálfan sig og eigin tölur og taki mið af þeim við ákvörðun á dagsetningu svo afdrifaríks viðburðar.  Svo er bara að þrauka og gefast ekki upp þó að á móti blási á stundum, en um leið vera vakandi fyrir breytingum og gæta þess að halda áfram að rækta sjálfan sig og garðinn sinn.“

Ef þú þarft aðstoð við að rýna í tölur getur þú haft samband við Benedikt HÉR. 

Vita Lafleur Sigurðsson og Benedikt Lafleur á brúðkaupsdaginn.
Vita Lafleur Sigurðsson og Benedikt Lafleur á brúðkaupsdaginn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál