Tantraðu af þér aukakílóin

Aníta Sigurbergsdóttir sérfræðingur í ástar- líf- og leiðtogaráðgjöf.
Aníta Sigurbergsdóttir sérfræðingur í ástar- líf- og leiðtogaráðgjöf. mbl

Aukakíló er eitthvað sem truflar allt of marga sem eru engin geimvísindi því við erum á góðri leið með að verða ansi pattaraleg þjóð með öllu sem því fylgir. Aníta Sigurbergsdóttir sérfræðingur í ástar- líf- og leiðtogaráðgjöf hefur nú sett saman ansi áhugavert námskeið fyrir konur sem hún kallar 4/4 eða sjálfsástarbyltingu fyrir þær sem vilja ná af sér aukakílóunum fyrir fullt og allt. 

„4/4 stendur fyrir markmiðið að elska, næra, hreyfa og lifa á hverjum degi og leyfa þannig öllu í lífinu að endurspegla sjálfsást,“ segir Aníta í samtali við Smartland Mörtu Maríu. Hún bendir á að 80% kvenna glími við lífseig aukakíló sem jójóast upp og niður og þetta sé vegna vöntunar á sjálfsást. 

„Það sem meira er að 98% þeirra kvenna sem taka eingöngu á mataræði og hreyfingu í stað þess að breyta hvernig þú talar við og hugsar um þig sem manneskju, eru meira og minna að jójóast upp og niður og oftar en ekki óánægðar með eigin líkama,“ segir hún. 

Tantraðu af þér aukakílóin

Aníta segir að ætlunin sé að kveikja í þátttakendum á alla kanta og sérstaklega með kynorkunni. „Þetta verður alls ekki kjánalegt þó ég kenni ykkur nokkur trix úr tantrafræðunum því tantra snýst ekki bara um réttu tæknina í bólinu heldur að kveikja á lífskraftinum og kynorkunni sem hjálpar líkamanum að sleppa umframforða,“ segir hún. 

  • Heitir kossar í hálftíma: 68 kal
  • Kynlíf í hálftíma: 144 kal
  • Kelerí í hálftíma: 238 kal

„Þessar viðmiðunartölur eru áætlaðar fyrir 75 kg. konu og sýna svart á hvítu að ef þú hefur úthald í brjálað kelerí og kynlíf í 60 mínútur þá ertu komin með ágætis brennslutíma. Það sem ekki kemur fram í þessum tölum er að kynlíf og fullnæging er gríðarlega streitulosandi og keyrir upp okkar innri lífsorku og flæði sem er, þegar öllu er á botninn hvolft, sterkasti áhrifavaldurinn þegar kemur að árangri og hvort þig langi yfirhöfuð að gera það sem er best fyrir þig,“ segir hún. 

Þegar Aníta er spurð að því hvort lykillinn að því að losa sig við aukakíló sé einfaldlega að stunda meira kynlíf. Og þá vakna líka fleiri spurningar. Hvað um þá sem eru einhleypir, hvað eiga þeir til bragðs að taka?

„Kynlíf, kynorka og lífskraftur er mikilvægur hluti af jöfnunni sem snýst um að elska, næra, hreyfa og lifa og þú þarft engan annan en þig sjálfa til að kveikja á þinni guðdómlegu gyðju. Það þarf sjálfsástarbyltingu svo aldrei aftur aukakíló verði að veruleika og sú bylting hefst í þínum eigin huga en ekki með enn einum kúrnum eða átakinu. Hugsanir mynda skoðanir sem kveikja tilfinningar sem stýra hegðun, þannig er formúlan. „Ég fitna bara við að horfa á þessa köku sko….”. Þú hugsar þetta, þú trúir þessu, tilfinningarnar öskra á þig af löngun í kökuna og á endanum gúffar þú í þig meira en hóflegt getur talist.

Fyrsta skrefið er að læra að hugsa rétt og svo snúum við öllum þessum 60-80 þúsund ósjálfráðu hugsunum sem fljúga í gegnum hugann á hverjum degi í jákvæða átt með dáleiðslu og hugleiðslu. Því næst byggjum við markvisst upp sjálfsást og ást á lífinu á meðan við búum til nýjan lífsstíl sem styður við brjálæðislega draumaformið.  Það er alveg sama hverju þú reynir að áorka í lífinu, sjálfsást og hamingja í núinu er eldsneytið og innblásturinn sem kemur þér þangað. Viljastyrkurinn á kálsúpukúrnum dugar ekki endalaust, þó þú sért ótrúlega öflug og brjálæðið sem fer í gang þegar þú gefst upp er mannskemmandi og gerir illt verra til lengri tíma litið.

Ef þú sérð ekki og trúir ekki að þú getir upplifað drauminn þá leyfir þú þér ekki einu sinni að dreyma og telur þér trú um alls konar vitleysu eins og að vera í draumaforminu snúist um endalausa afneitun,“ segir hún. 

Aníta segir að það sé mikilvægt að vera staðsettur í núinu og að það sé nauðsynlegt að loka stunum augunum og spyrja sig spurninga. Hún segir að líkaminn viti alltaf svarið. 

„Einfalt ráð í lokin til að æfa ykkur með er að spyrja ykkur sjálfar í öllum aðstæðum hvort val ykkar endurspegli sjálfsást. Ef þú veist ekki hvort það sé rétt að fara í ræktina í dag eða hvíla þig, lokaðu þá augunum, andaðu inn og út og spyrðu í huganum: “er að fara í ræktina núna að elska mig?” Leyfðu hugsununum að víkja og finndu hvernig þér líður. Létt tilfinning eins og spenningur er já en þung tilfinning, sem er meira eins og þú sígir aðeins saman er nei. Svona talar þú við eigið innsæi og innsæið er alltaf með réttu svörin. Gerðu samning við sálina og stattu með þér.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál