„Höfnunin er að ganga af mér dauðri“

Það getur verið erfitt að fást við höfnunartilfinningu.
Það getur verið erfitt að fást við höfnunartilfinningu. mbl.is/GettyImages

Valdimar Svavarsson, ráðgjafi hjá Lausninni, svarar spurningum lesenda Smartlands Mörtu Maríu. Hér svarar hann spuringu um höfnunartilfinningu

Sæll Valdimar,

Ég er búin að eiga í mjög mikilli innri baráttu. Fyrir ári síðan hætti ég með strák sem ég var með í þrjá mánuði. Að mínu mati gekk sambandið mjög vel en skyndilega vildi hann ekki meir og fór beint í samband við aðra konu. Ég átti mjög erfitt með þetta og upplifði mikla höfnunartilfinningu. Stuttu síðar byrjaði ég sjálf í öðru sambandi en enn þá eimir eftir af höfnunartilfinningunni sem ég upplifði í fyrra sambandi. Þetta ástand er að ganga af mér dauðri. Hvað mælir þú með að ég geri til að komast yfir höfnunartilfinninguna? Er eitthvað sem ég get gert á hverjum degi til að ná bata?

Kær kveðja, ein með höfnunartilfinningu

Góðan daginn og takk fyrir að senda spurninguna.

Höfnunartilfinning er sérstaklega óþægileg tilfinning sem getur valdið angist, tómleika, einmanaleika, vanmætti og sorg svo eitthvað sé nefnt. Flestir sem upplifa slíka tilfinningu mjög sterkt eftir sambandsslit hafa orðið fyrir henni fyrr á lífsleiðinni og þá oftast í uppvextinum sjálfum. Til þess að vinna bug á henni er mikilvægt að skoða hvaða fyrri upplifanir og reynsla hafa ýtt undir þessa tilfinningu. Með því að vinna úr slíkri reynslu og styrkja um leið sjálfsmyndina getur fólk betur haldið jafnvægi þegar um sambandsslit er að ræða eða aðra reynslu sem leiðir til höfnunartilfinningar. Þessa vinnu er hægt að vinna með ráðgjafa og  12 spora samtök geta einnig hjálpað (sjá www.coda.is). Ég mæli með bókinni „Growing your self back up“ eftir Peter Levine sem góðum byrjunarpunkti.

Það er mjög algengt að þegar fólk fer í samband verði til ákveðið ójafnvægi á milli aðila sem kallar fram tilfinningar sem verða í raun ýktar og sársaukafullar þegar fram í sækir. Þetta er það sem kallað er ástar- eða tilfinningafíkn og tilfinningaforðun (e. love addiction/love avoidance). Það er áhugavert ferli sem vert er að skoða í tenglsum við hvaða maka við veljum, hve hratt við förum í nýtt samband, hvernig við upplifum verðmætið okkar í sambandinu og hvaða tilfinningar vakna þegar sambandið fer að ganga illa.

Þú getur lesið þig nánar um þetta í grein sem heitir „Frá draumaprins í drullusokk HÉR. 

Með bestu kveðju,

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Valdimari póst HÉR

Valdimar Svavarsson ráðgjafi hjá Lausninni.
Valdimar Svavarsson ráðgjafi hjá Lausninni. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál