40 ára íslensk kona vill komast í samband

40 ára íslensk kona þráir að komast í samband.
40 ára íslensk kona þráir að komast í samband.

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Lausninni svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá 40 ára gamalli konu sem þráir að komast í samband. 

Halló Valdimar,

ég er 40 ára og kem úr alkafjölskyldu sem hefur gert það að verkum að ég er lokuð þegar kemur að samskiptum við annað fólk - erfið æska. Í dag er ég einhleyp, barnlaus, með tvær kisur og er rosalega einmana. Ég hef ekki mikið bakland í fjölskyldu og flestir vinir eru komnir með sína eigin fljölskyldu og hafa minni tíma til að hanga með einhleypu vinkonunni. Ég er því mikið ein. Ég hef áhugamál en þeim áhugamálum sinni ég ein. Ég hef prófað að stunda áhugamál með hópi en þá endar það yfirleitt að ég er ein með hjónafólki, úti í horni. Ég er mikið stök því vinirnir hafa oft ekki áhuga á að stunda þau áhugamál sem mig langar til að vera í. Málið er að mig langar og hefur langað lengi að stofna til sambands og eignast mína eigin fjölskyldu en í hvert sinn sem ég deita þá springur það í loftið annaðhvort strax eða eftir nokkra mánuði.

Ég hef farið til sálfræðings til að gera upp æskuna sem gekk vel en ég á rosalega erfitt með að mynda sambönd. Sjálfstraustið hjá mér er lítið sem auðvitað hjálpar ekki til og mér finnst að í hvert sinn sem ég reyni þá er mér ýtt til hliðar sem veldur því að ég er mikið til hætt að reyna.

Ég er lokuð og það tekur langan tíma að kynnast mér því ég er mjög brennd. Það er auðveldara að knúsa kisurnar heldur en að reyna samskipti við hitt kynið. Vonin blundar þó alltaf í mér að mér muni einn daginn takast að mynda heilbrigt samband en hún er að verða minni og minni með hverju árinu sem líður. Hvað get ég gert til komast upp úr þessum sömu hjólförum?

Kær kveðja, 

HHK

Valdimar Þór Svavarsson.
Valdimar Þór Svavarsson. mbl.is/Árni Sæberg

Góðan daginn HHK og takk fyrir spurninguna.

Uppkomin börn alkóhólista eru gjarnan því marki brennd að sjálfsvirðið er laskað sem birtist meðal annars í lágu sjálfstrausti. Það hefur áhrif á öll sambönd, bæði náin sambönd sem og önnur. Ástæðan er oftast nær skortur á ákveðnum grunnþáttum í uppvextinum þar sem við lærum á eðlilegan hátt hversu mikils virði við erum, hvað eru eðlileg mörk, hvað er eðlilegt í sambandi við þarfir og langanir, að það er eðlilegt að gera mistök og að sem börn eigum við að geta verið hvatvís og frjáls.

Þegar getan til að sinna þessum atriðum er takmörkuð af hálfu uppalanda, þróa börn með sér ákveðna varnarhætti til að lifa af við slíkar aðstæður, varnarhætti sem svo fylgja okkur áfram inn í fullorðinsárin. Þessir varnarhættir geta til dæmis verið að afneita tilfinningum, gera lítið úr þeim eða ýkja þær. Þá er algengt að fólk er ýmist háð öðrum aðilum og upplifir sig minna virði í samböndum, eða forðast í raun of mikla nánd og líður því illa í of miklum tengslum við annað fólk. Þessi atriði og fjölmörg önnur geta verið afleiðingar þess að alast upp við alkóhólisma.

Það er oftast af mörgu að taka í lífum uppkominna barna alkóhólista. Ég vil hrósa þér fyrir að hafa leitað þér aðstoðar til að gera upp æskuna. Það er líklegt að fyrri reynsla þín sé að hafa áhrif á það hvernig maka þú velur þér, hvaða hegðunarmynstur þú sækist í og hvernig samböndin „springa í loft upp“ eins og þú orðar það. Eins er afleiðingin mjög gjarnan sú að fólk einangrast af því það telur mikilvægt að vera „óháð“ öðrum en langar innst inni í náin tengsl.

Ég mæli með því að þú leitir til ráðgjafa sem hefur þekkingu á meðvirkni og tengslum þess að vera aðstandandi alkóhólista og erfiðleika í samskiptum. Bókin Meðvirkni eftir Piu Mellody er góð lesning til að átta sig á fyrrgreindu samspili uppvaxtarins og erfiðleika á fullorðinsárum. Þá vil ég einnig mæla með Al-anon fundum til þess að fræðast um leiðir sem aðrir hafa notað til að vinna úr sambærilegum vanda og fá stuðning í þínu lífi. Það er í raun nauðsynlegt að hefja ferðalagið með utanaðkomandi aðstoð svo þú fáir styrkinn til að opna á tilinningar þínar og að geta tekið á móti þeim frá öðrum á heilbrigðan hátt.

Gangi þér allt í haginn!

Kveðja,

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Lausninni. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Valdimar spurningu HÉR. 

mbl.is

Ætlaði að verða dýralæknir

21:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir að líf hennar myndi aldrei ganga upp nema af því hún er svo vel gift. Þegar hún er ekki að vinna finnst henni best að vera með fjölskyldunni. Meira »

Ellý flutti inn til 21 árs sonar síns

18:26 Fjölmiðlakona Ellý Ármannsdóttir var einlæg og heiðarleg á fjölsóttu húsnæðisþingi í dag. Hún sagði frá því þegar hún missti húsið sitt, skildi og þurfti að flytja inn á son sinn. Meira »

Nýtt útlit hertogaynjunnar vekur lukku

18:00 Katrín hertogaynja er aftur komin á stjá eftir mikla inniveru. Það geislaði af henni á Paddington-lestarstöðinni í Lundúnum í bleikum kjól með nýja hágreiðslu. Meira »

Vel heppnað heimili við Ægisíðu

15:00 Við Ægisíðu í Reykjavík er falleg íbúð á góðum stað. Búið er að skipta um eldhús og fær bæsuð eik að njóta sín.   Meira »

Flutti til Danmerkur og lærði að vefa

12:00 Ida María Brynjarsdóttir stundar nám við Skals højskolen for design og håndarbejde í Danmörku. Hún elskar handavinnu og hefur unum af því að gera fallegt í kringum sig. Sjálf er Ida 20 ára stúlka sem er alin upp í Borgarfirðinum. Meira »

Svöl 74 fm íbúð í Kópavogi

09:00 Við Þinghólsbraut í Kópavogi er falleg 74 fm íbúð þar sem hver fermertri er nýttur til fulls. Gráir og hvítir tónar mætast á sjarmerandi hátt. Meira »

Förðunarmistök sem skal varast

Í gær, 23:59 Það vill enginn fá bólur af vegna förðunarburstanir eru ekki þrifnir eða líta út eins og trúður af því að kinnaliturinn er settur á á rangan hátt. Meira »

Hugguleg heimaskrifstofa í Holtunum

06:00 Júlía Runólfsdóttir, grafískur hönnuður og annar stofnandi Studio Holt, hefur komið sér vel fyrir í huggulegri íbúð í Reykjavík. Meira »

Ástæður fyrir því að konur blotna ekki

í gær Hormónar, sápur, stress og lélegur bólfélagi geta allt átt sinn þátt í því að konur blotna ekki í kynlífi.   Meira »

Kvöldrútína farsælla kvenna

í gær Á meðan Ellen DeGeneres og Jennifer Aniston hugleiða fyrir svefninn þá fer Gwyenth Paltrow í heitt bað. Kvöldrútínan skiptir ekki síður máli en morgunrútínan. Meira »

Vandað og fallegt heimili

í gær Litapallettan er heillandi á þessu fallega heimili sem staðsett er í Suður-Afríku. Fyrirtækið ARRCC sá um innanhússhönnun heimilisins og er djarft litaval og fjölbreyttur efniviður áberandi á heimilinu. Húsið sjálft var hannað af Zuckerman Sachs-arkitektastofunni. Meira »

„Bara ég og strákarnir“

í gær Melania Trump hefði getað sungið þessi orð Emmsjé Gauta er hún klæddist jakkafötum rétt eins og eiginmaður sinn og forsætisráðherra Kanada gerðu þegar Trudeau-hjónin heimsóttu Hvíta húsið. Meira »

„Guðbjörg Edda er mín fyrirmynd“

í gær Kolbrún Hrafnkelsdóttir forstjóri Florealis er farin að hlakka til jólanna. Í samtali við Smartland segir hún frá ferlinum, vinnuumhverfinu, vonum og væntingum. Kolbrún fór úr því að þróa bóluefni gegn kókaíni svo dæmi sé tekið yfir í að þróa og framleiða jurtalyf. Meira »

8 ástæður fyrir því að taka sér persónulegan dag

í fyrradag Fólk tekur sér veikindadaga þegar það er með háan hita eða gubbubest. Stundum getur verið nauðsynlegt að taka veikindadag vegna andlegrar líðanar. Meira »

Við elskum þetta úr ERDEMxHM

14.10. ERDEMxHM línan mun mæta til Ísland 2. nóvember. Hér er hægt að sjá hvaða hlutir úr línunni heilla okkur mest!   Meira »

Myndi taka Rögnu með sem leynigest

14.10. Helga Vala Helgadóttir lögmaður játar að hún myndi bjóða Rögnu Árnadóttur, aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar, sem leynigesti í matarboð. Hún segir að stærsta áskorun haustsins sé að taka þátt í pólitíkinni í stað þess að vera að ybba sig uppi í sófa. Meira »

Er síminn ómissandi á klósettinu?

í gær Fólk ætti að hugsa sig tvisvar um áður en það fer að skrolla í gegnum Facebook á klósettinu. Síminn er sérstaklega góð sýklaferja. Meira »

Ert þú með skilnaðargenið?

14.10. Ný rannsókn gefur í skyn að skilnaðir gangi í erfðir. Það eru ekki endilega umhverfisþættir sem hafa áhrif.   Meira »

Heillandi hönnun Bryant Alsop

14.10. Eldhúsið er nokkuð stórt og vel skipulagt. Svartir og hvítir litir eru ríkjandi í eldhúsinu og má sjá svört blöndunartæki og svartan vask sem fellur vel inn í innréttinguna þar sem borðplatan er einnig svört. Meira »

Vil hafa gaman af þessu og leika mér

14.10. Vigdís Ólafsdóttir starfaði lengi vel sem fjármálastjóri, en hún er menntaður viðskiptafræðingur. Hún ákvað þó að venda sínu kvæði í kross fyrir nokkrum árum og skella sér í nám í innanhússhönnun. Meira »