40 ára íslensk kona vill komast í samband

40 ára íslensk kona þráir að komast í samband.
40 ára íslensk kona þráir að komast í samband.

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Lausninni svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá 40 ára gamalli konu sem þráir að komast í samband. 

Halló Valdimar,

ég er 40 ára og kem úr alkafjölskyldu sem hefur gert það að verkum að ég er lokuð þegar kemur að samskiptum við annað fólk - erfið æska. Í dag er ég einhleyp, barnlaus, með tvær kisur og er rosalega einmana. Ég hef ekki mikið bakland í fjölskyldu og flestir vinir eru komnir með sína eigin fljölskyldu og hafa minni tíma til að hanga með einhleypu vinkonunni. Ég er því mikið ein. Ég hef áhugamál en þeim áhugamálum sinni ég ein. Ég hef prófað að stunda áhugamál með hópi en þá endar það yfirleitt að ég er ein með hjónafólki, úti í horni. Ég er mikið stök því vinirnir hafa oft ekki áhuga á að stunda þau áhugamál sem mig langar til að vera í. Málið er að mig langar og hefur langað lengi að stofna til sambands og eignast mína eigin fjölskyldu en í hvert sinn sem ég deita þá springur það í loftið annaðhvort strax eða eftir nokkra mánuði.

Ég hef farið til sálfræðings til að gera upp æskuna sem gekk vel en ég á rosalega erfitt með að mynda sambönd. Sjálfstraustið hjá mér er lítið sem auðvitað hjálpar ekki til og mér finnst að í hvert sinn sem ég reyni þá er mér ýtt til hliðar sem veldur því að ég er mikið til hætt að reyna.

Ég er lokuð og það tekur langan tíma að kynnast mér því ég er mjög brennd. Það er auðveldara að knúsa kisurnar heldur en að reyna samskipti við hitt kynið. Vonin blundar þó alltaf í mér að mér muni einn daginn takast að mynda heilbrigt samband en hún er að verða minni og minni með hverju árinu sem líður. Hvað get ég gert til komast upp úr þessum sömu hjólförum?

Kær kveðja, 

HHK

Valdimar Þór Svavarsson.
Valdimar Þór Svavarsson. mbl.is/Árni Sæberg

Góðan daginn HHK og takk fyrir spurninguna.

Uppkomin börn alkóhólista eru gjarnan því marki brennd að sjálfsvirðið er laskað sem birtist meðal annars í lágu sjálfstrausti. Það hefur áhrif á öll sambönd, bæði náin sambönd sem og önnur. Ástæðan er oftast nær skortur á ákveðnum grunnþáttum í uppvextinum þar sem við lærum á eðlilegan hátt hversu mikils virði við erum, hvað eru eðlileg mörk, hvað er eðlilegt í sambandi við þarfir og langanir, að það er eðlilegt að gera mistök og að sem börn eigum við að geta verið hvatvís og frjáls.

Þegar getan til að sinna þessum atriðum er takmörkuð af hálfu uppalanda, þróa börn með sér ákveðna varnarhætti til að lifa af við slíkar aðstæður, varnarhætti sem svo fylgja okkur áfram inn í fullorðinsárin. Þessir varnarhættir geta til dæmis verið að afneita tilfinningum, gera lítið úr þeim eða ýkja þær. Þá er algengt að fólk er ýmist háð öðrum aðilum og upplifir sig minna virði í samböndum, eða forðast í raun of mikla nánd og líður því illa í of miklum tengslum við annað fólk. Þessi atriði og fjölmörg önnur geta verið afleiðingar þess að alast upp við alkóhólisma.

Það er oftast af mörgu að taka í lífum uppkominna barna alkóhólista. Ég vil hrósa þér fyrir að hafa leitað þér aðstoðar til að gera upp æskuna. Það er líklegt að fyrri reynsla þín sé að hafa áhrif á það hvernig maka þú velur þér, hvaða hegðunarmynstur þú sækist í og hvernig samböndin „springa í loft upp“ eins og þú orðar það. Eins er afleiðingin mjög gjarnan sú að fólk einangrast af því það telur mikilvægt að vera „óháð“ öðrum en langar innst inni í náin tengsl.

Ég mæli með því að þú leitir til ráðgjafa sem hefur þekkingu á meðvirkni og tengslum þess að vera aðstandandi alkóhólista og erfiðleika í samskiptum. Bókin Meðvirkni eftir Piu Mellody er góð lesning til að átta sig á fyrrgreindu samspili uppvaxtarins og erfiðleika á fullorðinsárum. Þá vil ég einnig mæla með Al-anon fundum til þess að fræðast um leiðir sem aðrir hafa notað til að vinna úr sambærilegum vanda og fá stuðning í þínu lífi. Það er í raun nauðsynlegt að hefja ferðalagið með utanaðkomandi aðstoð svo þú fáir styrkinn til að opna á tilinningar þínar og að geta tekið á móti þeim frá öðrum á heilbrigðan hátt.

Gangi þér allt í haginn!

Kveðja,

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Lausninni. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Valdimar spurningu HÉR. 

mbl.is

Fólk með vefjagigt ætti að forðast þetta

21:00 Auðvitað erum við öll mismunandi og hinar ýmsu fæðutegundir fara misvel í fólk. Þó hafa ýmsar rannsóknir sýnt að ákveðnar fæðutegundir geta virkað ertandi og ýtt undir enn meiri bólgur í líkamanum, ásamt því að hafa áhrif á taugakerfið. Meira »

Ertu búin að fá þér myrru fyrir jólin?

18:00 Þar sem þakkargjörðarhátíðin er nýafstaðin er kominn tími til að spá í ilmvatnið fyrir jólin. Jólamánuðurinn er tími spennu og tilhlökkunar og þá skiptir miklu að ilmkjarninn styðji við það ástand sem mann langar að vera í fyrir jólin. Meira »

Smart og klassísk jólaförðun

15:00 Jólin eru á næsta leiti og margar farnar að huga að því hverju þær ætla að klæðast um jólin. Jólakjóllinn er eitt en förðunin er ekki síður mikilvæg. Snyrtivörumerkið Max Factor veit hvernig við eigum að nota vörurnar sem það framleiðir og er hægt að læra fantaflott og heillandi trix hér. Meira »

Bjuggu til jólatré úr klósettburstum

12:00 Frænkurnar Sigrún Ella og Þórdís bjuggu til jólatré úr klósettpappír í ár. Áður hafa þær meðal annars búið til jólatré úr 85 klósettburstum. Vinnan við öðruvísi og frumleg jólatré styttir biðina eftir jólunum. Meira »

Jóladressið enn þá í vinnslu

09:00 Elísabet Gunnarsdóttir á Trendnet.is er ein best klædda kona landsins. Hún er búsett í Svíþjóð og verður þar um jólin ásamt manni sínum og börnum. Hún segir að þessi árstími kalli á rauðan varalit og pallíettur. Meira »

Flottust jólagjafirnar fyrir snyrtipinnana

06:00 Gefðu eftirminnilega og nothæfa jólagjöf í ár en sjaldan hefur verið jafn mikið úrval af vönduðum snyrtivörum á íslenskum markaði. Hér er samankomið brot af því besta. Meira »

Vill hafa hlýlegt í kringum sig

í gær Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur virðist vera lítið fyrir svart leður, stál, gler og spegla ef marka má heimaskrifstofur hans á Íslandi og í Bandaríkjunum. Hann kýs hlýleika, listaverk, þægilega skrifborðsstóla og fallega lampa. Meira »

78 ára og saknar sjálfsfróunar

Í gær, 23:59 „Ég er 78 ára og hef notið þess að stunda kynlíf með sjálfri mér. Að undanförnu hef ég stundað mjög æsandi kynlíf en get ekki fróað mér.“ Meira »

Ævintýrafólk í mikilli stemningu

í gær Það var glatt á hjalla þegar Fjallakofinn og Holmland buðu í bíó á magnaða ævintýramynd sem heitir Drop Everything.   Meira »

170 milljóna einbýli við Skildinganes

í gær Húseignirnar gerast ekki mikið fallegri en þetta 284 fm hús sem Davíð Pitt arkitekt hannaði. Það stendur við Skildinganes í 101 Reykjavík, er opið og bjart og skemmtilegt. Hjartað slær í eldhúsinu sem er opið inn í borðstofu og stofu. Meira »

Sigríður Halldórsdóttir selur retró-slotið

í gær Sigríður Halldórsdóttir, sjónvarpskona á RÚV, hefur sett íbúð fjölskyldunnar á sölu. Hreinræktaður retró-stíll einkennir íbúðina og er nostrað við hvert horn í íbúðinni. Meira »

Svona færðu „stærra“ hár

í gær Hvern dreymir ekki um að hafa góða lyftingu í hárinu og að hárið verði þannig að það geisli af heilbrigði. Baldur Rafn Gylfason ætlar að kenna okkur gott trix til að fá „stærra“ hár. Meira »

G-EAZY og H&M búa til fatalínu

í gær G-Eazy x H&M er ný herralína unnin í samstarfi við einn þekktasta tónlistarmann og pródúsent í dag, G-Eazy. Línan markar einnig útgáfu nýjustu plötu G-Eazy, The Beautiful & Damned, sem fer í sölu um allan heim í dag. H&M og G-Eazy unnu saman að línunni og endurspeglar þannig línan stíl hans og útlit. Línan verður fáanleg í útvöldum verslunum H&M frá og með 1. mars næstkomandi. Meira »

Svaf óvart hjá tengdamömmu sinni

í fyrradag „Við drukkum mikið og til að gera langa sögu stuttu þá stunduðum við kynlíf á meðan kærastan mín var sofandi á efri hæðinni. Morguninn eftir fór ég til mömmu hennar og bað hana um að segja ekki neitt. „Ekki orð,“ sagði mamma hennar og blikkaði mig.“ Meira »

Himnasending fyrir fólk með sokkablæti

14.12. Guðmundur Már Ketilsson og Gunnsteinn Geirsson hafa ekki gengið í einlitum sokkum í mörg ár og ákváðu að taka sokkblæti sitt skrefinu lengra. Fyrr á þessu ári stofnuðu þeir fyrirtækið Smartsock sem gengur út á að selja litríka sokka í áskrift. Meira að segja forsetinn kaupir sokka af þeim. Meira »

Heimilislíf: „Hér slær hjartað“

14.12. Brynhildur Guðjónsdóttir er gestur í þættinum Heimilislífi. Hún býr í sögufrægri íbúð í vesturbæ Reykjavíkur. Listaverk eftir íslenska samtímamenn eru áberandi í íbúðinni og hugsað er út í hvert smáatriði. Meira »

Lofar að hætta að reykja 2018

í gær Tónlistarmaðurinn Einar Ágúst er bahá'íi og segist því vera rólegur um jólin en tekur þó þátt með vinum og vandamönnum. Hann lofaði syni sínum að hætta reykja og hyggst standa við það árið 2018. Meira »

Skallar Harrys og Vilhjálms stækka

14.12. Bretaprinsarnir Vilhjálmur og Harry eru ekki nema 35 ára og 33 ára. Hár þeirra er þó farið að þynnast töluvert og stefnir ekki í að þeir verði hárprúð gamalmenni. Meira »

Hið fullkomna dagskipulag

14.12. Er aldrei tími til að fara í ræktina eftir vinnu? Ertu að háma í þig vont kremkex rétt áður en vinnutíminn er búinn? Það má læra ýmislegt af vísindamönnum sem rannsakað hafa hvernig best er að haga lífinu og þar með dagskipulaginu. Meira »

Frá Tiffany og Co. yfir á Skólavörðustíginn

14.12. Orri Finnbogason byrjaði feril sinn í New York sem demantahlaupari og fékk síðar starf við demantaísetningar hjá Rolex og Tiffany & Co. Nú hafa hann og eiginkona hans hannað viðhafnarlínu sem frumsýnd verður á fimmtudaginn. Meira »
Meira píla