Makinn er fastur í kláminu

Íslenskur karl getur ekki hætt að skoða klám í tölvunni ...
Íslenskur karl getur ekki hætt að skoða klám í tölvunni sinni og skrifast á við aðrar konur en eiginkonu sína. mbl.is/ThinkstockPhotos

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Lausninni svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér er hann spurður að því hvað sé til ráða en íslensk fjögurra barna móðir leitar ráða vegna þess að makinn er andlega fjarverandi. 

Sæll,

ég er gift og á 4 börn en 2 átti ég fyrir hjónabandið. Okkar börn eru annars vegar 7 ára og hinsvegar innan við ársgamalt og eldri börnin eru bæði á unglingsaldri. Hjónabandið er í molum, makinn er á klámsíðum um allan heim og spjallar við konur á einkaskilaboðum og á Facebook. Hann lofar og lofar að láta af þessu en bætir frekar í en að minnka og er fráhrindandi við mig. Hann er hættur að nálgast mig en liggur á þessu erlendu klámsíðum. Ég bað hann að skrifa niður kosti og galla hjónabandsins en hann fann ekkert hvorki kosti né galla. Hans heimur er klámsíður og tölvuleikir þá fótbolti og bardagaleikir. Það má ekki segja styggðaryrði við hann þá rýkur hann á dyr og skellir hurðum, hann er óvirkur alki, hann er lokaður á tilfinningar og segir ekki hvað honum finnst.

Með fyrirfram þökk.

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Lausninni.
Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Lausninni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Góðan daginn og takk fyrir að deila þessu með okkur.

Þó svo að þú hafir ekki sent afmarkaða spurningu þá ætla ég að gefa mér að þú sért að hugleiða hvað þú ættir að gera í tengslum við það ástand sem þú lýsir. Það má segja að það sé bæði kostur og galli að við getum ekki breytt öðrum. Gallinn er sá að ef við teljum hamingju okkar undir því komna að aðrir séu öðruvísi en þeir eru, þá er auðvitað óþægilegt að við getum ekki breytt þeim þannig að þeir hagi sér eins og við viljum. Kosturinn er hins vegar sá að ef við gerum okkur grein fyrir því að við getum ekki breytt öðrum, þá sjáum við að það er alfarið í okkar höndum að breyta því hvernig okkur líður í lífinu.

Ástandið sem þú lýsir er óhætt að segja að sé óþolandi fyrir parasamband og hefur neikvæð áhrif á lykilatriði sambandsins. Vinátta, traust, skuldbinding og sameiginleg framtíðarsýn eru allt atriði sem mikilvægt er að hlúa að í parasambandi. Miðað við lýsingar þínar þá reynir talsvert á alla þessa þætti sem getur ekki annað en valdið sársauka og vondri líðan hjá ykkur báðum.

Ef við göngum út frá því að við getum ekki breytt öðrum, einfaldlega af því að fólk verður að vilja breytast sjálft til þess að það gerist, þá er spurningin hvað þú getur gert til þess að þér líði betur? Hvað getur þú gert fyrir þig sem byggist ekki á því að maki þinn breytist? Gætir þú sjálf leitað til ráðgjafa og talað við einhvern sem getur stutt við bakið á þér? Gætir þú farið á Al-Anon fundi sem eru fyrir aðstandendur alkóhólista? Getur þú sinnt líkamlegri og andlegri heilsu þinni á þann hátt að þér líði vel með sjálfa þig? Áttu einhver áhugamál eða vini sem þú gætir sinnt betur til þess að auka gleði þína?

Ég veit að það er ekki auðvelt að sinna öðru en uppeldi lítilla barna, sérstaklega ef stuðningurinn heima fyrir er lítill. Með því að setja niður markmið um þau atriði sem þú telur að geti styrkt þig, óháð því hvað maki þinn gerir, þá getur þú nálgast þau markmið, einn dag í einu. Því sterkari sem þú ert sjálf, því auðveldara verður fyrir þig að ákveða hvað þú vilt gera gagnvart sambandinu sem þú ert í.

Gangi þér allt í haginn!

Með bestu kveðju,

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Lausninni

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Valdimar spurningu HÉR. 

mbl.is

Ertu búin að fá þér myrru fyrir jólin?

18:00 Þar sem þakkargjörðarhátíðin er nýafstaðin er kominn tími til að spá í ilmvatnið fyrir jólin. Jólamánuðurinn er tími spennu og tilhlökkunar og þá skiptir miklu að ilmkjarninn styðji við það ástand sem mann langar að vera í fyrir jólin. Meira »

Smart og klassísk jólaförðun

15:00 Jólin eru á næsta leiti og margar farnar að huga að því hverju þær ætla að klæðast um jólin. Jólakjóllinn er eitt en förðunin er ekki síður mikilvæg. Snyrtivörumerkið Max Factor veit hvernig við eigum að nota vörurnar sem það framleiðir og er hægt að læra fantaflott og heillandi trix hér. Meira »

Bjuggu til jólatré úr klósettburstum

12:00 Frænkurnar Sigrún Ella og Þórdís bjuggu til jólatré úr klósettpappír í ár. Áður hafa þær meðal annars búið til jólatré úr 85 klósettburstum. Vinnan við öðruvísi og frumleg jólatré styttir biðina eftir jólunum. Meira »

Jóladressið enn þá í vinnslu

09:00 Elísabet Gunnarsdóttir á Trendnet.is er ein best klædda kona landsins. Hún er búsett í Svíþjóð og verður þar um jólin ásamt manni sínum og börnum. Hún segir að þessi árstími kalli á rauðan varalit og pallíettur. Meira »

Flottust jólagjafirnar fyrir snyrtipinnana

06:00 Gefðu eftirminnilega og nothæfa jólagjöf í ár en sjaldan hefur verið jafn mikið úrval af vönduðum snyrtivörum á íslenskum markaði. Hér er samankomið brot af því besta. Meira »

78 ára og saknar sjálfsfróunar

Í gær, 23:59 „Ég er 78 ára og hef notið þess að stunda kynlíf með sjálfri mér. Að undanförnu hef ég stundað mjög æsandi kynlíf en get ekki fróað mér.“ Meira »

Ævintýrafólk í mikilli stemningu

í gær Það var glatt á hjalla þegar Fjallakofinn og Holmland buðu í bíó á magnaða ævintýramynd sem heitir Drop Everything.   Meira »

Vill hafa hlýlegt í kringum sig

Í gær, 21:00 Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur virðist vera lítið fyrir svart leður, stál, gler og spegla ef marka má heimaskrifstofur hans á Íslandi og í Bandaríkjunum. Hann kýs hlýleika, listaverk, þægilega skrifborðsstóla og fallega lampa. Meira »

170 milljóna einbýli við Skildinganes

í gær Húseignirnar gerast ekki mikið fallegri en þetta 284 fm hús sem Davíð Pitt arkitekt hannaði. Það stendur við Skildinganes í 101 Reykjavík, er opið og bjart og skemmtilegt. Hjartað slær í eldhúsinu sem er opið inn í borðstofu og stofu. Meira »

Sigríður Halldórsdóttir selur retró-slotið

í gær Sigríður Halldórsdóttir, sjónvarpskona á RÚV, hefur sett íbúð fjölskyldunnar á sölu. Hreinræktaður retró-stíll einkennir íbúðina og er nostrað við hvert horn í íbúðinni. Meira »

Svona færðu „stærra“ hár

í gær Hvern dreymir ekki um að hafa góða lyftingu í hárinu og að hárið verði þannig að það geisli af heilbrigði. Baldur Rafn Gylfason ætlar að kenna okkur gott trix til að fá „stærra“ hár. Meira »

G-EAZY og H&M búa til fatalínu

í gær G-Eazy x H&M er ný herralína unnin í samstarfi við einn þekktasta tónlistarmann og pródúsent í dag, G-Eazy. Línan markar einnig útgáfu nýjustu plötu G-Eazy, The Beautiful & Damned, sem fer í sölu um allan heim í dag. H&M og G-Eazy unnu saman að línunni og endurspeglar þannig línan stíl hans og útlit. Línan verður fáanleg í útvöldum verslunum H&M frá og með 1. mars næstkomandi. Meira »

Lofar að hætta að reykja 2018

í gær Tónlistarmaðurinn Einar Ágúst er bahá'íi og segist því vera rólegur um jólin en tekur þó þátt með vinum og vandamönnum. Hann lofaði syni sínum að hætta reykja og hyggst standa við það árið 2018. Meira »

Skallar Harrys og Vilhjálms stækka

14.12. Bretaprinsarnir Vilhjálmur og Harry eru ekki nema 35 ára og 33 ára. Hár þeirra er þó farið að þynnast töluvert og stefnir ekki í að þeir verði hárprúð gamalmenni. Meira »

Hið fullkomna dagskipulag

14.12. Er aldrei tími til að fara í ræktina eftir vinnu? Ertu að háma í þig vont kremkex rétt áður en vinnutíminn er búinn? Það má læra ýmislegt af vísindamönnum sem rannsakað hafa hvernig best er að haga lífinu og þar með dagskipulaginu. Meira »

Frá Tiffany og Co. yfir á Skólavörðustíginn

14.12. Orri Finnbogason byrjaði feril sinn í New York sem demantahlaupari og fékk síðar starf við demantaísetningar hjá Rolex og Tiffany & Co. Nú hafa hann og eiginkona hans hannað viðhafnarlínu sem frumsýnd verður á fimmtudaginn. Meira »

Svaf óvart hjá tengdamömmu sinni

í fyrradag „Við drukkum mikið og til að gera langa sögu stuttu þá stunduðum við kynlíf á meðan kærastan mín var sofandi á efri hæðinni. Morguninn eftir fór ég til mömmu hennar og bað hana um að segja ekki neitt. „Ekki orð,“ sagði mamma hennar og blikkaði mig.“ Meira »

Himnasending fyrir fólk með sokkablæti

14.12. Guðmundur Már Ketilsson og Gunnsteinn Geirsson hafa ekki gengið í einlitum sokkum í mörg ár og ákváðu að taka sokkblæti sitt skrefinu lengra. Fyrr á þessu ári stofnuðu þeir fyrirtækið Smartsock sem gengur út á að selja litríka sokka í áskrift. Meira að segja forsetinn kaupir sokka af þeim. Meira »

Heimilislíf: „Hér slær hjartað“

14.12. Brynhildur Guðjónsdóttir er gestur í þættinum Heimilislífi. Hún býr í sögufrægri íbúð í vesturbæ Reykjavíkur. Listaverk eftir íslenska samtímamenn eru áberandi í íbúðinni og hugsað er út í hvert smáatriði. Meira »

Hætt að fækka fötum fyrir hvað sem er

13.12. Ofurfyrirsætan Adriana Lima er loksins búin að átta sig á því, eftir 20 ár í bransanum, að sú ímynd sem hún stendur fyrir hefur skaðleg áhrif á margar konur. Meira »