Fólk með vefjagigt ætti að forðast þetta

Þórey Kristín Þórisdóttir.
Þórey Kristín Þórisdóttir.

Þórey Kristín Þórisdóttir skrifaði um króníska verki í síðasta pistli. Nú tekur hún fyrir króníska verki og samspil við mataræði, hreyfingu og svefn. 

„Markmið mitt [er] að opna fyrir umræðu um verkjasjúkdóma. Með því móti geta vonandi einstaklingar komið auga á einkenni sem fyrst og dregið þar af leiðandi markvisst úr álagi. Því fyrr sem gripið er inn í því betra. Mér fannst því upplagt í kjölfarið að skrifa pistil um samspil verkjasjúkdóma við mataræði og hreyfingu,“ segir Þórey Kristín í sínum nýjasta pistli: 

Auðvitað erum við öll mismunandi og hinar ýmsu fæðutegundir fara misvel í fólk. Þó hafa ýmsar rannsóknir sýnt að ákveðnar fæðutegundir geta virkað ertandi og ýtt undir enn meiri bólgur í líkamanum, ásamt því að hafa áhrif á taugakerfið. Helstu fæðutegundir sem heilbrigðisstarfsfólk hefur lagt áherslu á er[u]:

Koffín

Allir drykkir sem innihalda koffín geta haft áhrif á svefn, stress og þarmaflóru fólks. Einstaklingar með króníska verkjasjúkdóma geta þá hugsanlega verið viðkvæmari fyrir slíku. Koffín hefur auk þess ertandi áhrif á taugakerfið sem er ekki talið gott fyrir vefjagigtarsjúklinga sérstaklega.  

Sykur og hröð kolvetni

Allar fæðutegundir sem innihalda mikið af hröðum kolvetnum, þ.e. sykri eða hvítu hveiti, geta haft truflandi áhrif á blóðsykurinn. Það getur svo seinna komið fram í aukinni þreytu, verkjum og minnkandi einbeitingu sem dæmi.

Mjólkurvörur

Geta haft mismunandi áhrif á einstaklinga. Á meðan sumir þola illa fituríkar mjólkurvörur, líkt og rjóma eða smjör, eru aðrir sem þola illa mjólkursykur, eða laktósa. Margir hafa t.a.m. upplifað ristilkrampa, höfuðverk, magatruflanir eða vindgang þegar þeir innbyrða mjólkurvörur.

Unnar matvörur

Mikið af tilbúnum mat nú til dags getur verið mikið unnið og þar með innihaldið ýmisleg aukefni, líkt og litarefni auk efna sem auka geymsluþol líkt og glútamat (Monosodium Glutamate eða mónónatrín glútamat á íslensku, er skammstöfun yfir [sic] MSG). Slíkar matvörur geta haft áhrif á fólk með vefjagigt og ýmsar aukaverkanir geta komið fram í t.d. aukinni vanlíðan, mígreni, höfuðverk eða magaverk. Rannsóknir hafa gefið til kynna að fólk með vefjagigt hafi of mikið af taugaboðefninu glútamat í heila. Þ.a.l. geta vefjagigtareinkenni aukist þegar fólk með vefjagigt neytir matvara sem innihalda mikið af MSG. Því er mælt með því að forðast MSG.

Áfengi

Mismunandi er hvernig vefjagigtarsjúklingar þola áfengi en margir virðast þola það illa þó svo það sé í mjög litlum mæli. Rauðvín er talið einstaklega slæmt. Aukaverkanir sem það getur haft í för með sér er[u] þá aðallega svefntruflanir og timburmenn sem standa yfir í jafnvel einhverja daga og geta þá ýtt undir enn frekari vefjagigtareinkenni.

Að auki hefur glútein oft verið umdeilt og vilja margir erlendir læknar meina að próteinið í glútein matvörum erti meltinguna auk þess sem að líkami okkar nái ekki að vinna nógu vel úr glúteini. Þetta getur verið sérstaklega slæmt fyrir einstakinga með gigtarsjúkdóma eða vefjagigt sem dæmi. Glútein á það til að ýta undir enn meiri bólgur í líkamanum. Dr. Rosian sem vinnur mikið með gigtarsjúkdóma hefur séð mun á liðverkjum einstalinga sem eru viðkvæmir fyrir glútein þegar þeir taka það út úr mataræði sínu.

Þess ber að geta að það er vandmeðfarið að alhæfa hvað virkar fyrir hvaða einstakling. Þó hefur verið mælt með að einstaklingar sem eru með króníska verki reyni að finna út hvort ákveðnar fæðutegundir hafa þau áhrif að auka á verki eða gera hið gagnstæða, draga úr verkjum. Að auki hefur verið brýnt fyrir einstaklingum um mikilvægi þess að taka Omega 3. Þraut hefur mælt með því vegna þess að það getur dregið úr bólgum í líkamanum.

Einnig hafa rannsóknir sýnt að vefjagigtarsjúklingar eiga til að vera lágir í D og B vítamíni.

Hreyfing

Hreyfing, eða líkamsþjálfun, hefur verið talin mjög gagnleg fyrir vefjagigtarsjúklinga og mælt er með blöndu af þolþjálfun og styrktarþjálfun. Göngutúrar, hjólreiðar eða sund sem dæmi, geta dregið úr verkjum, bætt svefn, eflt ónæmiskerfið, dregið úr vöðvaspennu og dregið úr andlegri vanlíðan, sér í lagi vegna náttúrulegra gleðihormóna sem koma í kjölfarið. Þó ber að varast að fara of skart af stað þar sem of mikið álag á líkamann getur haft öfug áhrif. Einstaklingar verða að finna hvað hentar hverjum og einum og byrja rólega. Stuttir göngutúrar til að byrja með getur haft heilmikið að segja.

Hvíld og slökun

Hvíld í 15-30 mínútur á dag getur dregið verulega úr streitu. Í slökun er mikilvægt að gleyma ekki önduninni, en henni er stýrt af ósjálfráða taugakerfinu. Öndun verður oft grunn og mjög hröð þegar einstaklingar eru haldnir mikilli streitu og mikilvægt að gefa sér tíma fyrir djúpa innöndun þar sem að hún getur dregið verulega úr álagi. Þegar öndunin er ekki nógu djúp þá hindrar það frumur líkamans í að starfa á sem eðlilegastan hátt.

„Hin heilaga fimma“

Ein vinkona mín, sem er  með vefjagigt, benti mér á þessa „heilögu fimmu“ sem hún hefur reynt að tileinka sér til að draga úr verkjum og vefjagigtareinkennum. Þetta er að sjálfsögðu ekki eingöngu fyrir einstaklega með króníska verki heldur ættu allir að tileinka sér þetta.

Hin heilaga fimma:

1) Bæta svefn

2) Regluleg hreyfing

3) Hvíld/Slökun

4) Rétt mataræði

5) Minnka álag/stress

Hver og einn verður svo að finna sínar leiðir til að reyna ná þessum markmiðum, en allt sem ætti að hjálpa.

Heimildir eru flestar teknar af heimsíðunni http://vefjagigt.is og http://thraut.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál