Lily Allen tilkynnti óléttu í brúðkaupi sínu

Það ríkti mikil gleði og hamingja í brúðkaupi söngkonunnar Lily Allen. Hún gekk að eiga unnusta sinn Sam Cooper. Og ekki skemmdi það stemninguna þegar þau tilkynntu að hún væri komin 12 vikur á leið. 

Það er sérstaklega ánægjulegt því Lily Allen missti barn sitt í nóvember síðastliðnum en þá var hún komin sex mánuði á leið. 

Hún var óendanlega fögur á brúðkaupsdaginn en hún klæddist kjól í "vintage" anda sem hannaður var af franska hönnuðinum Delphine Manivet. 

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Anna Wintour gefur skotheld bransaráð

Í gær, 23:45 Ein valdamesta kona heims, Anna Wintour, veit hvað hún syngur enda á hún farsælan feril að baki sem ritstjóri Vogue. Wintour, sem er algjör er A-týpa, lumar á nokkrum góðum ráðum fyrir þá sem vilja feta í fótspor hennar hvað varðar frama og velgengni. Meira »

Björt selur himneskt miðbæjarslot

Í gær, 21:00 Björt Ólafsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar hefur sett sitt himneska miðbæjarslot á sölu en hún á von á tvíburum með eiginmanni sínum. Meira »

Draumaíbúð Madonnu tvö ár í bígerð

Í gær, 18:00 Fregnir herma að söngkonan Madonna hafi látið hanna og byggja 1100 fermetra glæsiíbúð fyrir sig á toppi skýjakljúfs í borginni Tel Aviv í Ísrael. Madonna mun þá þurfa að reiða fram um 2,7 milljarða króna fyrir íbúðina sem var byggð á toppi 42 hæða húss. Meira »

Fögnuðu húðlínu fyrir konur á breytingaskeiði

Í gær, 15:00 Norræna húsið var yfirfullt af glæsilegum konum á besta aldri þegar Weleda kynnti nýja húðlínu, Even­ing Primrose, sem er sérstaklega hönnuð fyrir konur á breytingaskeiði. Meira »

Salka Sól hættir hjá RÚV

Í gær, 12:08 Nýjasta stjarnan á skjánum, Salka Sól Eyfeld, sem hefur skinið skært á RÚV í vetur, ætlar að hætta og snúa sér að öðru.   Meira »

Venni Páer kvæntist í Vegas

Í gær, 11:04 Vernharð Þorleifsson eða Venni Páer eins og hann er kallaður kvæntist unnustu sinni, Margréti Gísladóttur, í gær. Brúðkaupið fór fram í Las Vegas. Meira »

Nýjasta æðið í Hollywood er „waist training“

Í gær, 07:00 Nýjasta æðið í Hollywood er að þjálfa mittið með sérstöku korsiletti en það var engin önnur en raunveruleikastjarnan Kim Kardashian sem byrjaði þetta æði. En í hverju felst þessi þjálfun og gæti hún verið skaðleg? Meira »

Manuela Ósk og Erna á Loftinu

Í gær, 10:00 Tískublaðið Nýtt Líf hélt mikið tískupartí í gærkvöldi í tilefni af Reykjavík Fashion Festival, RFF, sem hefst í næstu viku. Nýjasta hefti Nýs Lífs er tileinkað RFF. Meira »

Harkan sex á stefnumótasíðu fallega fólksins

í fyrradag Stefnumótasíðan BeautifulPeople.com hefur haft slæm áhrif á sjálfsmynd ótal einstaklinga en um 3.000 einhleypum einstaklingum hefur verið hent út af síðunni fyrir að leyfa sér að drabbast niður. Heimasíðan sérhæfir sig nefnilega í að koma fallegu fólki saman en þeir sem eru ekki nógu fallegir fá ekki inngöngu á síðuna. Þeim sem eru fallegir en verða ófríðari með tímanum að mati stjórnenda síðunnar er þá hent út. Meira »

Ertu haldin áfallastreituröskun eftir framhjáhald?

í fyrradag „Ég ætla aðeins að halda áfram að fjalla um algengar afleiðingar fyrir þolandan eftir að hann kemst að framhjáhaldi makans. Eitt af því sem algengt er að viðkomandi finni fyrir er áfallastreituröskun,“ segir Ágústa Ósk Óskarsdóttir. Meira »

Tyson-kjólinn besti minjagripurinn

í fyrradag Manuela Ósk Harðardóttir nemi í fatahönnun við Listaháskóla Íslands er með puttana á púlsinum og veit hvaðan hún er að koma og hvert hún er að fara. Ég spurði hana spjörunum úr. Meira »

Mjó og rík

í fyrradag „Heyrðu mamma, allar konurnar sem eru frægar eru mjóar ...“ Þar kom að því að mér væri bent pent á að ég yrði ekki fræg með þessu áframhaldi. Ég hugsaði mig um og svaraði um hæl „Ekki Oprah, hún er ekki mjó og hún er mjög fræg og mjög rík“ Meira »

Þess vegna „feika“ konur það í rúminu

í fyrradag Um 80% kvenna gera sér upp fullnægingar samkvæmt nýrri könnun en það þarf kannski ekki að vera svo slæmt. Í ljós kemur að sumar konur verða til dæmis að gera sér upp fullnægingu til að fá raunverulega. Meira »

Bjó til 606 milljarða upp á eigin spýtur

í fyrradag Á ári hverju gefur viðskiptatímaritið Forbes út lista yfir ríkustu einstaklinga heims og í ár voru 197 konur á listanum. Elizabeth Holmes er ein þeirra en auður hennar er metinn á 606 milljarða króna. Holmes er yngsti kvenkyns milljarðamæringurinn á lista Forbes sem skapaði sér auð sinn upp á eigin spýtur. Meira »

Ívar Guðmundsson kominn á fast

í fyrradag Útvarpsmaðurinn og einkaþjálfarinn Ívar Guðmundsson er kominn með kærustu. Sú heppna heitir Dagný Dögg og er 32 ára sálfræðinemi. Meira »

Hætti að kveikja í peningum í fyrra

4.3. Elín Ragnarsdóttir bókaútgefandi og verkefnastjóri hætti að reykja fyrir ári síðan og ákvað að leggja peningana, sem hún kveikti í hér áður, til hliðar. Á einu ári hefur hún safnað 450.000 krónum. Meira »

Taktu þátt í Instagram-keppninni með því að tagga myndina þína #smartlandmortumariu.