Mér fannst ég aldrei vera feit

Jennifer Hudson.
Jennifer Hudson. mbl.is/Cover
Leikkonunni Jennifer Hudson fannst hún ekki vera feit fyrr en hún flutti til Hollywood. Hún skaust upp á stjörnuhimininn árið 2004 þegar hún tók þátt í American Idon. Síðan þá hefur frami hennar legið beint upp á við. 

Jennifer Hudson segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að hún væri vel í holdum fyrr en hún varð fræg. 

„Það hvarflaði ekki að mér að ég væri í flokkuð í yfirstærð og fannst ég aldrei feit. Það var ekki fyrr en ég kom til Hollywood sem allt breyttist,“ sagði hún í samtali við Self tímaritið. „Mér fannst ég vera í hinni fullkomnu fatastærð.“

Hudson notaði föt í stærð 16 þegar hún varð fræg. Nú hefur hún lést um 36 kíló á síðustu árum. Hún er alin upp í Chicago og segir að konur í borginni séu yfirleitt frekar þéttvaxnar.

„Ég var spurð að því í viðtali hvernig væri að vera í yfirstærð í Hollywood. Ég leit í kringum mig og velti því fyrir mér hvern blaðamaðurinn væri að spyrja. Svo áttaði ég mig á því að hún væri að spyrja mig. Ég hafði ekki áttað mig á því. Auðvitað skar ég mig úr því allir voru steyptir í sama mót,“ segir hún.

Jennifer á tveggja ára gamlan son, David, með unnusta sínum David Otunga. 

„Ég  játa að það var svolítið leiðinlegt að ganga með barn og það sá það enginn. Nú stefni ég að því að vera góð fyrirmynd fyrir son minn.“

Jennifer Hudson.
Jennifer Hudson. mbl.is/people
Jennifer Hudson.
Jennifer Hudson. mbl.is/AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál