Steinunn Ólína leitar að kosningastjóra

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir mbl.is/Brynjar Gauti

Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leitar nú logandi ljósi að kosningastjóra. Síðustu mánuði hefur leikkonan ýjað að því að hún ætli að bjóða sig fram í næstu forsetakosningum en hefur þó ekki viljað staðfesta neitt.

Í dag setti hún eftirfarandi á facebook-síðu sína:

Þar sem styttist í að ég verði forseti þá er ekki seinna vænna að leita að kosningastjóra.

Viðkomandi þarf að vera skemmtilegur, heiðarlegur, sjarmerandi, duglegur með afbrigðum, búinn ríkulegu ímyndunarafli og hafa framkvæmdagetu og orku á við þriggja ára barn.

Æskilegt er að viðkomandi hafi trú á því að ég verði góður forseti.

Jafnframt auglýsi ég hér með eftir manneskju til að safna fjármunum framboðinu til handa. Viðkomandi þarf hvorki að vera skemmtilegur né sjarmerandi. Hinsvegar er grundvallaratriði að umsækjandi sé strangheiðarlegur, skynsamur, hafi gaman af reikningi og sé sparsamur með afbrigðum. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi hemil á forsetaframbjóðandanum og kenni honum að sníða framboði sínu stakk eftir vexti.

Launin eru ekki af verri endanum. Auk þess ómældar gleðistundir og skemmtilegar andvökunætur en síðast en ekki síst nýr forseti á nýja Íslandi.

Allar uppástungur um hæft fólk eru vel þegnar. Fólk gæti nefnilega verið kjörið til starfanna án þess að hafa um það nokkra hugmynd!

Bestu kveðjur

Steinunn Ólína

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir.
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál