Rikka kemur sér fyrir á nýju heimili

Það hefur verið nóg að gera hjá fjölmiðlakonunni Rikku upp á síðkastið. Hún er nýbúin í upptökum á þáttunum Master Chef sem sýndir verða á Stöð 2 í nóvember. Tæplega 500 manns sóttu um að komast í þættina og komust 50 áfram í áheyrnarprufurnar. Þar er Rikka í dómarasæti ásamt Ólafi Erni Ólafssyni og Eyþóri Rúnarssyni.

Rikka stendur á tímamótum því á dögunum slitu hún og sambýlismaður hennar, Stefán Hilmar Hilmarsson, samvistir. „Þetta var sameiginleg ákvörðun sem tekin var í vinsemd.“

Þegar Rikka er spurð hvað sé framundan segist hún hafa margt spennandi á prjónunum. „Ég er að vinna í nokkrum verkefnum sem koma í ljós innan skamms. Annars er ég að koma mér fyrir á nýju heimili, taka upp úr kössum og finna fallegan stað fyrir hvern hlut.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál