„Mér hefur alltaf verið hafnað“

Leoncie er reið yfir því að fá aldrei að koma …
Leoncie er reið yfir því að fá aldrei að koma á Airwaves hátíðina og taka lagið.

„Ég er eina tónlistarkonan og lagahöfundurinn sem hefur verið útilokuð frá Iceland Airwaves og öllum ríkisreknum styrkjum. Í hvert skipti sem ég hef óskað eftir því að fá að syngja á hátíðinni hefur mér verið hafnað, öll þessi ár hef ég alltaf fengið svarið nei og mér sagt að það væri allt fullbókað,“ segir tónlistarkonan Leoncie og er ekki sátt.

Hún gefst þó ekki upp og er að skipuleggja Íslandsferð á eigin kostnað. „Ég er að vinna að splunkunýjum lögum og myndböndum á minn eigin kostnað.“

Leoncie sendi inn lag í Evróvisjón-sönglagakeppni Sjónvarpsins og vonast eftir því að komast áfram. „Aðdáendur mínir segja við mig að ég ætti að flytja til Svíþjóðar eða Danmerkur því Danir og Svíar eru svo opnir fyrir alls konar fólki. Ætli ég birtist ekki óvænt á Íslandi án þess að láta nokkurn mann vita,“ segir hún og hlær.

Leoncie er tilbúin með jólasmellinn í ár og heitir lagið Mr. December eða Herra desember. „Lagið mitt er öðruvísi en öll jólalög því ég syng ekki um jólasveininn því hann er ekki til,“ segir hún.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál