Anne Hathaway kom á Saga Class

Anne Hathaway.
Anne Hathaway.

Leikkonan Anne Hathaway lenti í gærkvöldi í flugstöð Leifs Eiríkssonar en hún kom með vél Icelandair frá New York. Innanhússarkitektinn Berglind Berndsen var að fljúga heim frá New York með sömu flugvél. Hún segir að Hathaway hafi verið ein á ferð og það hafi lítið farið fyrir henni.

„Ég sá hana í „gate-inu“ í JFK þar sem hún sat á litlu kaffihúsi og vildi greinilega fá að vera í friði. Hún sat ein með iPadinn sinn,“ segir Berglind sem hefur orð á því hvað Hathaway hafi verið fögur.

„Hún var ótrúlega falleg í eigin persónu og það voru engir stjörnustælar í henni,“ segir Berglind sem var að koma heim úr stelpuferð. Hún segir að aðrir farþegar hafi ekki mikið verið að velta Hollywood-leikkonunni fyrir sér. 

Berglind segir að hún hafi ekki skorið sig neitt úr nema kannski að því leitinu til að hún var með stór svört sólgleraugu inni og með svartan pípuhatt. Annars var hún í þröngum bláum gallabuxum og í hvítum stuttermabol.

Anne Hathaway er stödd hérlendis vegna kvikmyndarinnar, Intersteller, sem er nýjasta mynd Christopher Nolan. Auk Hathaway fer Matt Dillon með aðalhlutverkið ásamt Matthew McConaughey og Jessicu Chastain. Samkvæmt heimildum Smartland fara tökur fram hérlendis næstu tvær vikurnar.

Anne Hathaway.
Anne Hathaway. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál