„Ég er með vandræðalega mjóa upphandleggi“

Hlynur Sigurðsson.
Hlynur Sigurðsson. mbl.is/Árni Sæberg

Hlynur Sigurðsson stýrir þættinum Golfið sem sýndur er á RÚV á þriðjudögum í sumar. Ég spurði hann spjörunum úr. 

Hvað er á döfinni hjá þér í sumar?

Það kemst fátt annað að en golf í sumar. Ég og Benni (Benedikt Nikulás Anes Ketilsson) vinnum við gerð golfþáttarins á RÚV og fylgjum eftir Eimskipsmótaröðinni. Þar af leiðandi eyðum við allt að því óeðlilega miklum tíma saman. Geri þó ráð fyrir því að ferðast eitthvað til útlanda í haust.

Hvert er upp­á­halds­landið þitt/borg­in þín?

Ég er rosalega hrifinn af Spáni enda bjó ég í Granada í Andalúsíu í eitt ár. Það er algjörlega frábær borg. Annars finnst mér alltaf gaman að koma til New York - hún er eitthvað svo mögnuð. Svo væri ég alveg til í að koma aftur til Vegas.

Ertu dug­leg­ur að elda?

Já, ég er bara nokkuð liðtækur. Það er ekkert í uppháhaldi að elda kjötbollur í brúnni eða eitthvað hversdags. En ég fíla að elda á laugardögum og gefa mér góðan tíma í það.

Horf­ir þú mikið á sjón­varp eða hlust­ar þú mikið á út­varp?

Já, ég horfi þónokkuð á sjónvarp. Mér finnst það bara afslappandi og fínt. Ég get tekið heilu sjónvarpsseríurnar og spænt þér í mig. Er búinn með allt þetta helsta og er eiginlega í hálfgerðum vandræðum með hvað á að horfa á þessa dagana. Þannig að allar hugmyndir eru vel þegnar.

Áttu gælu­dýr?

Nei - ekki eftir að Tralli dverghamstur fór á vit feðra sinna.

Hvaða flík finnst þér að all­ir karl­menn þurfi að fjár­festa í fyr­ir sum­arið?

Já, þú segir nokkuð. Miðað við hvernig tíðin hefur verið er lógískast að segja góðan regnfatnað og stígvél. Annars er ég einn þeirra sem finnst gaman í fatabúðum og elska að gera góða díla - þannig að ég kaupi mér alltaf eitthvað á útsölunum.

Hver er fal­leg­asta kona heims, fyr­ir utan maka?

Natalie Portman er stórglæsileg - og hefur eitthvað meira við sig en bara útlitið.

Hver er upp­á­halds­mat­ur­inn þinn?

Mér finnst grillaðar lambalundir algjörlega geggjaðar. Þótt ég fíli gott nautakjöt líka þá hafa lundirnar vinninginn. Ekki verra að hafa Ranch-sósuna frá Kjötgalleríinu í Hafnarfirði með.

Borðar þú morg­un­mat?

Já, og það er alveg sérstök rútína sem fer í gang á morgnana. Litla tveggja ára dóttir mín hjálpar mér alltaf að hella upp á könnuna, alveg heilmikil seremónía í kringum það og svo borða ég tvær ristaðar brauðsneiðar með osti. Var reyndar að byrja í CrossFit XY um daginn þar sem ég heyrði að maður ætti helst ekki að borða fyrr en kl. 10 - og helst ekki brauð. En ég er samt að pæla í að halda í þennan vana og mæta bara einu sinni í viku oftar í ræktina í staðinn - er það ekki ok?

Klukk­an hvað vakn­ar þú á morgn­ana?

Ég verð seint talinn morgunhani. Ég hef aldrei skilið þá sem rífa sig upp kl. 6 til að fara í ræktina. Ég hef oft sagt í djóki að ég vakni ekki fyrir kl. 7 nema að ég fái að kaupa tollinn í fríhöfninni. En til að svara spurningunni vakna ég yfirleitt kl. 7.30 - helst seinna ef ég kemst upp með það.

Hver er draum­ur­inn?

Ég vann með Magga Scheving um tíma og horfði á hann gera endalausar armbeygjur á einni hendi. Ég er dálítið að treysta á að Crossfitið reddi þessu. En ég geri mér þó grein fyrir að þetta er háleitt markmið, þar sem ég er með vandræðalega mjóa upphandleggi. 

Hlynur Sigurðsson.
Hlynur Sigurðsson. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál