Monica Roismann tekur þátt í Minute To Win It í …
Monica Roismann tekur þátt í Minute To Win It í kvöld.

Monica Roismann og Hafþór Agnar Unnarsson eru keppendur kvöldsins í Minute To Win It í Skjá Einum í kvöld. Þau búa bæði yfir miklum hæfileikum og ég byrjaði á því að spyrja Hafþór spjörunum úr.

Nafn: Hafþór Agnar Unnarsson

Starfsheiti? Þjónustufulltrúi / tónlistarmaður / áhugaleikari.

Fjölskylduhagir? Einhleypur og barnlaus.

Leyndur hæfileiki? Get sleikt á mér olnbogann, nefbroddinn og er alltaf hress!

Hefurðu komið fram í sjónvarpi áður? Já, hef leikið sem aukaleikari í nokkrum sjónvarpsþáttum og bíómyndum.

Ætlarðu að gera eitthvað sérstakt þegar þátturinn birtist á skjánum? Það verður allsherjar veisla og opið hús með snakki, grilli og öllu tilheyrandi!

Hvers vegna ákvaðstu að taka þátt? Ég hugsaði bara afhverju ekki? Svo þjáist ég líka af „krónískri“ athyglissýki.

Hvernig undirbjóstu þig? Ég byrjaði á því að ráða mér einkaþjálfara. Síðan fór ég í æfingabúðir út á land, kynnti mér þær þrautir sem ég fékk úthlutaðar, horfði á myndbönd og tók stutt „bootcamp“ til að koma mér í form fyrir myndavélarnar.

Hvernig var stemningin í salnum? Stemmingin var gífurleg! Salurinn var frábær og mér finnst að allir sem í honum voru eigi hrós skilið fyrir að vera skemmtileg.

Hver er lykillinn að því að komast í gegnum þrautirnar? Það að hafa kynnt sér þrautirnar í þaula heima fyrir.

Hvað kom þér mest á óvart við tökurnar á þættinum? Það kom mér mest á óvart hversu mikið af frábæru fólki kemur að framleiðslu svona þátta. Mun fleiri en maður bjóst við.

Var einhver þraut sem þú óttaðist meira en aðra? Já, að byggja turn úr eplum.

ÞAÐ ER KVEIKT Á MÍKRÓFÓNINUM ÞÍNUM!

Nafn: Monica Roismann

Fjölskylduhagir? Ég á tvo syni, Pedro Þór, 15 ára og Andra Þór sem er 12 ára gamall. Við eigum lítinn silky-terrier hund sem heitir Preta.

Hvað kemur fólki mest á óvart við þig? Fólk heldur gjarnan að ég sé yngri en ég er. Eins kemur á óvart að ég kem frá Brasilíu en tala góða íslensku, það kemur reyndar sjálfri mér á óvart líka.

Hefurðu komið fram í sjónvarpi áður? Já, en í Brasilíu, og aldrei í þætti sem þessum, þar sem ég er aðalatriði þáttarins.

Hvernig heldurðu að þér muni líða þegar þátturinn birtist á skjánum? Ég verð mjög stolt en ábyggilega mjög stressuð.

Ætlarðu að gera eitthvað sérstakt af því tilefni? Pottþétt. Ég held líklega pizzuveislu heima hjá mér fyrir vini mína og fjölskyldu.

Hvers vegna ákvaðstu að taka þátt? Mig vantaði nýja áskorun í líf mitt.

Hvernig var stemningin í salnum? Það var yndislegt að heyra alla áhorfendurna hvetja mig áfram og standa með mér.

Hver er lykillinn að því að komast í gegnum þrautirnar? Best er að reyna að halda ró sinni, hafa gaman af þrautinni, og að sjálfsögðu; mæta vel undirbúinn.

Hvað kom þér mest á óvart við tökurnar á þættinum? Þegar ég beið eftir að vera kölluð upp sagði ég öðrum keppanda að ég þyrfti að fara á salernið. 20 sekúndum seinna kom til mín starfsmaður og bauðst til að taka af mér míkrafóninn svo ég geti farið á salernið. Ég var mjög hissa og spurði hana hvernig hún hefði vitað að ég þyrfti að fara. Hún svaraði um hæl: „Ég heyrði hvað þú sagðir, það er kveikt á míkrófóninum þínum.“ Mér fannst þetta hrikalega vandræðalegt enda hafði ég ekki haft hugmynd um að starfsfólkið heyrði hvert orð sem við sögðum.

Hvernig myndirðu lýsa þessari upplifun? Þetta er án efa ein skemmtilegasta upplifun lífs míns. Ég hafði ekki hugmynd um að ég myndi skemmta mér jafn vel og raun ber vitni.

Hafþór Agnar Unnarsson keppir í þættinum í kvöld.
Hafþór Agnar Unnarsson keppir í þættinum í kvöld.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál