Rennur átakalaust inn í kvöldið

Elma Stefanía Ágústsdóttir í hlutverki Herborgar þegar hún var ung. …
Elma Stefanía Ágústsdóttir í hlutverki Herborgar þegar hún var ung. Hér er hún með Snorra Engilbertssyni sem leikur einnig í stykkinu. Þjóðleikhúsið/Eddi

„Við frumsýnum í kvöld og höfum verið í stöðugri þróun á hverjum degi. Kjarninn í persónunni kemur til mín með tímanum, ég læri að lifa í henni og með henni smám saman. Og ofar öllu er leikverk samvinna; það sem ég fæ fá mótleikurum mínum er efniviður fyrir mína persónu og svo öfugt. Án hvors annars erum við ekkert,“ segir Elma Stefanía Ágústsdóttir leikkona sem fer með eitt af aðalhlutverkunum í Konunni við 1000° eftir Hallgrím Helgason en verkið verður frumsýnt í kvöld í Kassanum í Þjóðleikhúsinu.

Þegar Elma Stefanía er spurð að því hvað henni finnist mest heillandi við söguna nefnir hún það hvað sagan afhjúpar margt í mannlegu eðli.

„Mest heillandi er hvað hún er stór og viðamikil og afhjúpandi um svo margt í mannlegu eðli. Allt frá stríði og dauða yfir í daður og ástina. Sagan er virkilega sterk og grípandi og leikverkið hefur að mínu mati náð að fanga söguna vel.“

Hvað var erfiðast að takast á við í æfingaferlinu? „Þetta er dramatískt verk og sum atriðin eru mjög krefjandi, en engin þeirra eru erfið eða óþægileg. Við höfum unnið þau vel saman hópurinn undir öruggri stjórn Unu Þorleifsdóttur leikstjóra. Og þú lagðir ýmislegt á þig - klipptir þig fyrir hlutverkið.“

Eftir frumsýninguna hefjast æfingar á Sjálfstæðu fólki í leikstjórn Þorleifs Arnarssonar. Verkið verður jólasýning Þjóðleikhússins og leikur Elma Stefanía eitt af hlutverkunum.

„Eftir áramót leik ég svo aðalhlutverkið í nýju íslensku verki sem heitir Segulsvið eftir Sigurð Pálsson í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Svo er ég líka að fara að leika í kvikmynd. Það er reyndar allt á byrjunarstigi, segi betur frá því síðar.“

En svona af því það er frumsýningardagur í dag. Gerir þú eitthvað sérstakt á slíkum dögum?

„Ég reyni að hugsa vel um mig, fá nægan svefn, borða hollan mat og renna svo átakalaust inn í kvöldið.“

Hjónin Mikael Torfason og Elma Stefanía Ágústsdóttir.
Hjónin Mikael Torfason og Elma Stefanía Ágústsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál