Myndi frekar segja að hann hafi „landað“ henni

George Clooney og Amal Alamuddin.
George Clooney og Amal Alamuddin. AFP

Brúðkaup George Clooneys og Amal Alamuddin, sem fram fór í Feneyjum á Ítalíu um helgina, hefur vakið heimsathygli. Kristinn Hrafnsson fréttamaður kynntist Alamuddin í tengslum við störf þeirra fyrir Julian Assange, forsprakka WikiLeaks. Hann segir að hann myndi frekar segja að hann hafi landað henni, ekki öfugt. 

„Ég hef hitt Amal í nokkur skipti, aðallega auðvitað í tengslum við lögmannsstörfin hennar fyrir Julian. Þess utan í einhver skipti á viðburðum. Varla svo samt að ég geti haft uppi einhverja stóra dóma eins og ég nauðaþekki hana. Fyrir nú utan að hún er skörp og fyrirtakslögmaður, eins og ég setti þarna fram. Þessi leikari er sum sé alveg ljónheppinn að hafa „landað“ þessari konu,“ segir Kristinn þegar hann var spurður út í facebookstatus sinn: 

„Nú gengur yfir mikið snökt kvenna á samfélagsmiðlum sem tala um að Amal hafi „landað“ Clooney, þegar hið þveröfuga ætti að vera áherslan. Get vitnað um að Amal er bráðgreind og fær lögmaður, fyrir nú utan að vera gullfalleg. Besta fyrirsögnin sem ég sá um þetta hjónaband var eithvað á þessa leið: Virtur mannréttindalögmaður giftist leikara,“ sagði hann á facebooksíðu sinni. 

Kristinn Hrafnsson segir það flott hjá George Clooney að hafa …
Kristinn Hrafnsson segir það flott hjá George Clooney að hafa nælt sér í Amal Alamuddin. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál