Ung stúlka rís upp úr vondum aðstæðum

Helga Guðrún Johnson.
Helga Guðrún Johnson.

„Það var fyrir milligöngu sameiginlegrar vinkonu okkar Katrínar Stellu að ég byrjaði að taka saman þessa ævisögu. Þegar við vorum búnar að kafa djúpt og leita víða fanga, komumst við að þeirri niðurstöðu að það væri varla hægt að horfa fram hjá þeirri miklu sögu sem var að finna í lífsgöngu móður hennar og ömmu, Stellu Briem og Katrínar Thorsteinsson. Hver kynslóð hefur áhrif á þá næstu þótt þær velji mismunandi leiðir í lífinu og skilji eftir sig ólík spor,“ segir Helga Guðrún Johnson, höfundur bókarinnar Saga þeirra, sagan mín sem kom út hjá Forlaginu á dögunum.

„Þarna er mikil saga sem spannar rúma öld og snerti alls kyns fleti mannlegs lífs. Þarna fléttast sögulegir atburðir inn í frásögn af þremur sjálfstæðum konum og sýnir með einhverjum hætti misjafnar aðstæður kvenna á mismunandi tímum,“ segir hún. Aðspurð hvað hafi komið mest á óvart við vinnslu bókarinnar segir hún erfitt að segja til um það.

„Það er komið víða við í þessari bók og erfitt að segja hvað kom mest á óvart. Kannski helst það hvernig ung stúlka, sem meira eða minna ól sjálfa sig upp, gat risið upp úr vondum aðstæðum, sett sér markmið og fóstrað drauma sem hún barðist fyrir að láta rætast. Sagan segir af miklum harmi og erfiðleikum, en þetta er líka saga af gleði og góðum stundum - og ekki síst persónulegum sigrum.“

Hvaða bækur eru á náttborðinu hjá þér sjálfri?

„Ég les mikið og á náttborðinu mínu er „fullt af alls konar“.  Sögulegur fróðleikur, sögulegar skáldsögur og ævisögur eru þar í bland við spennutrylla og meistaraverk orðsnillinga. Það er mjög erfitt að gera upp á milli þeirra bóka sem hafa haft mikil áhrif á mig og ég legg varla út í það. Jón Kalman Stefánsson finnst mér reyndar standa upp úr, ég dáist mjög að færni hans. Stundum les ég bara eina og eina setningu í bók eftir hann, legg hana svo frá og melti.“

Hvaða bók breytti lífi þínu?

„Ég get ekki nefnt eina bók sem hefur haft mest áhrif á mig eða breytt lífi mínu. Þær eru margar og margs konar og áhrifin misjöfn. Ég hef talsverðar áhyggjur af minnkandi lestri ungu kynslóðarinnar og þreytist ekki á því að lesa yfir mínum börnum varðandi mikilvægi þess að lesa. Lesa allt mögulegt, bæði blöð og bækur. Mér finnst líka nauðsynlegt að lesa allar tegundir af bókmenntum; það eykur þekkingu, skerpir hugann, hressir andann og auðgar lífið!“

HÉR er hægt að lesa kafla úr bókinni.

Helga Guðrún Johnson höfundur bókarinnar Saga þeirra, sagan mín.
Helga Guðrún Johnson höfundur bókarinnar Saga þeirra, sagan mín.
Bókin Saga þeirra, saga mín eftir Helgu Guðrúnu Johnson segir …
Bókin Saga þeirra, saga mín eftir Helgu Guðrúnu Johnson segir sögu þriggja ættliða.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál