Hefur ekki getað hugsað vegna jólafnyks

Egill Örn Jóhannsson í morgun þegar hann mætti í vinnuna.
Egill Örn Jóhannsson í morgun þegar hann mætti í vinnuna.

„Ég mætti grunlaus í vinnuna í morgun sem aðra morgna en heyrði þó að eitthvað ómaði innan úr skrifstofunni minni. Þegar ég opnaði dyrnar blasti við mér sannkallað Jólaland, með öllu hugsanlegu skrauti, hreindýrum, þremur jólatrjám, jólatónlist, arni og um það bil 400 jólakúlum og jólatónlist í botni. Því til viðbótar var búið að pakka inn í jólapappír öllum helstu áhöldum s.s. símanum mínum, heftaranum og öðru lauslegu. Ætli séu ekki um það bil þrjú tonn af glimmeri líka út um allt, sem mun líklegast loða við mig fram á næsta ár,“ segir Egill Örn Jóhannsson, útgáfustjóri Forlagsins, en leynivinur hans í sérstökum jólavinaleik hjá Forlaginu ákvað að taka þetta alla leið.

Ertu mikill áhugamaður um jólaskraut og hefur þú lagt það í vana þinn að skreyta mikið fyrir jólin?

„Nei, ég er fáránlega lítill áhugamaður um jólaskraut og jólahald almennt, sem eflaust hefur valdið því að ákveðið var að koma mér svona hressilega í jólaskap. Ég er af þriðju kynslóð bókaútgefenda og þ.a.l. var alltaf heldur lítið umstang vegna jólanna á mínu heimili. Í raun hófust jólin aldrei fyrr en eftir hádegi á aðfangadag - og svo allir sofnaðir upp úr átta enda dauðuppgefnir eftir jólabókaflóðið og stressið sem því fylgir. Jólin tengi ég því yfirleitt ekki öðru en jólabókaflóði, fremur en piparkökum, jólaskrauti og öðru sem ætti að tilheyra.“

Þegar Egill er spurður hvort hann hafi getað hugsað skýrt í morgun vegna jólaskrauts segir hann svo ekki vera.

„Því fer fjarri og ekki síst vegna þess að búið var að kveikja á ilmkertum inni á skrifstofunni með einhverjum sérkennilegum jólafnyk. Fnykurinn hefur valdið því að ég hef lítið getað hafst við á skrifstofunni í dag og litlu komið í verk, sem er kannski ágætt þar sem til stendur að halda jólagleði Forlagsins nú í kvöld.“

Hver grunar þig að sé leynivinur þinn?

„Ég hef mjög marga grunaða og þeir munu líklega allir fá að finna til tevatnsins á næstu dögum og vikum! Það er enginn óhultur fyrir hefndinni, sem verður sæt.“

Hvernig muntu borga leynivinum til baka?

„Ég mun engu ljóstra upp um áform mín, sem eru alls ekki í anda jólanna!“

Skrifstofan hans Egils leit svona út þegar hann mætti í …
Skrifstofan hans Egils leit svona út þegar hann mætti í vinnuna í morgun.
Það var allt skreytt á skrifstofunni.
Það var allt skreytt á skrifstofunni.
Það er varla vinnufriður fyrir jólaskrauti.
Það er varla vinnufriður fyrir jólaskrauti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál