Björk gerir upp skilnaðinn

Björk Guðmundsdóttir gerir upp skilnaðinn á nýjustu plötu sinni Vulnicura.
Björk Guðmundsdóttir gerir upp skilnaðinn á nýjustu plötu sinni Vulnicura. mbl.is

„Ég stóð mig að því að skapa verk sem býr yfir sárri sorg.  Ég er svolítið hissa hversu rækilega ég hafði skráð þetta í nánast tilfinningalegri tímaröð, t.d. þrjú lög fyrir sambandsslit og þrjú eftir, svo mannfræðingurinn í mér laumaðist fram og varð til þess að ég ákvað að deila lögunum þannig. Fyrst óttaðist ég að það væri of eigingjarnt en afstaða mín breyttist; hugsanlega væru lögin það alhliða að þau gætu komið fólki til hjálpar, verið hækja og sannað hversu líffræðilegt þetta ferli er: sárið og heilun þess, bæði andlega og líkamlega, það er til leið út,“ segir Björk Guðmundsdóttir á heimasíðu sinni en platan Vulnicura kom út í vikunni.

Björk skildi við listamanninn Matthew Barney 2013 eftir margra ára samband og með plötunni gerir hún upp skilnaðinn.

„Og svo gerist hið ótrúlega: þegar ég glataði einu kom annað í staðinn. Alejandro hafði samband við mig síðsumars 2013 og hafði áhuga á að vinna með mér. Þetta var hin fullkomna tímasetning. Það hefði tekið mig þrjú ár að semja bít við lögin (eins og á Vespertine). Aðeins nokkrum mánuðum síðar höfðum við klárað heila plötu! Þetta er eitt það ánægjulegasta samstarfsverkefni sem ég hef tekið þátt í,“ segir hún og í framhaldinu hófst hún handa við útsetningar fyrir strengi og tók þær upp á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál