Sultuslakur í litlum trailer í Grindavík

Jóhannes Haukur Jóhannesson.
Jóhannes Haukur Jóhannesson.

Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson er í tökum á þýskri sjónvarpsmynd um þessar mundir en myndin er tekin upp hérlendis. Ég spurði hann spjörunum úr.

Hvernig ertu núna? Ég er bara sultuslakur í litlum trailer í Grindavík. Er að bíða eftir að vera kallaður til í kvikmyndatökur dagsins. En ég er að leika í þýskri sjónvarpsmynd sem tekin er upp hér á landi með þýsku stórstjörnunni Franka Potente (úr Bourne myndunum) í aðalhlutverki.

Er geymslan full af drasli? Nei, ég tek til reglulega í geymslu og bílskúr. Það er eitthvað sem þarf að fara en það er að koma að næstu hreinsun.

Áttu erfitt með að losa þig við gamalt dót? Alls ekki, það er frekar erfitt að sannfæra konuna um að losa sig við gamalt dót.

Hefurðu hent einhverju sem þú sérð rosalega eftir? Nei, ekki enn rekið mig á það. Hef þó hent ansi mörgu.

Hvað langar þig mest í fyrir sumarið (föt/fylgihlutir)? Ég held að ég sé nokkuð vel settur fyrir sumarið. Þetta er líka svo þægilegt eftir að maður fullorðnast og hættir að taka út vöxt. Þá passar maður í sömu fötin í mörg ár, áratugi jafnvel.

Hvernig eru plönin í sumarfríinu? Þau eru hógvær. Við ætlum að prófa heimilisskipti í fyrsta sinn í gegnum svona intervac síðu. Förum til Danmerkur í eina viku í júli.

Hvað er ómissandi í sumarfríið? Allir fjölskyldumeðlimir verða að vera með, annars er ekkert gaman.

Ertu duglegur að láta drauma þína rætast? Já, ég held að ég hafi staðið mig ágætlega í að eltast við það sem mig langar að gera.

Ertu a-manneskja eða b? Eftir að ég eignaðist börn og hund þá er ekki annað í boði en að vera A manneskja.

Borðarðu morgunmat? Alltaf hafragraut. ALLTAF!

Ertu duglegur að elda? Já, við deilum þessu nú bróðurlega á milli okkar áheimilinu. En ég legg mitt að mörkum.

Linsubaunabuff eða steik? Bæði betra, elska grænmetisfæði þótt ég sé ekki grænmetisæta.

Áttu líkamsræktarkort? Já, er í World Class og á heima steinsnar frá Laugum svo ég er tíður gestur þar. Svo er líka svo gott að geta notað kortið á öllum hinum stöðvunum ef maður er á einhverjum þeytingi. Gat meir að segja farið í ræktina á Akureyri um daginn með þessu korti.

Notarðu hjól? Já, en ekki mikið. Mætti vera duglegri.

Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum? Tilviljanakenndur og ófókuseraður.

Tekurðu áhættu þegar útlitið er annars vegar? Já, fullt af þeim. En ég held að slíkar áhættur séu nú ekki hættulegar.

Ertu með eða á móti fegrunaraðgerðum? Ég held að það þurfi að meta hvert tilfelli fyrir sig og ekki mitt að dæma í þessum efnum.

Finnst þér útlitsdýrkun ganga út í öfgar? Já, hún gerir það á mörgum sviðum. En við sem samfélag getum í sameiningu passað uppá þau gildi sem við viljum halda uppi.

Ræktarðu vini þína? Reyni það já.

Ertu háður fjölskyldu þinni? Alveg gjörsamlega. Það er ekkert sem jafnast á við að eiga börn og góðan maka.

Áttu gæludýr? Eitt stykki smáhund sem er nú 4 mánaða. Hann heitir Hlynur og er mjög mjúkur.

Uppáhaldshlutur? Tölvan mín, gátt inní undraveröld alnetsins.

Besta bókin? Litli prinsinn

Eftirminnilegasta myndin? The English Patient, stórbrotið listaverk.

Helsta fyrirmynd þín í lífinu? Mamma.

Hverju myndirðu breyta í lífi þínu ef þú gætir? Engu, sætti mig við allt sem ég hef og er þakklátur fyrir það. Allt það góða og allt það slæma.

Hefurðu gert eitthvað sem þú sérð eftir? Já, það hef ég gert.

Gætirðu hugsað þér að búa annars staðar í heiminum? Nei, eiginlega ekki. Er voða hrifinn af þessari eyju hérna. En aldrei segja aldrei.

Það besta við Ísland? Fólkið.

Það versta við Ísland? Fólkið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál