Frægir fá ekki nóg af hjólreiðum

Kolbrún Björnsdóttir ætlar að hjóla KIA Gullhringinn.
Kolbrún Björnsdóttir ætlar að hjóla KIA Gullhringinn.

Frægir munu flykkjast á Laugarvatn næsta laugardag þar sem hjólakeppnin ógurlega, KIA Gullhringurinn fer fram. Um er að ræða hjólakeppnina KIA Gullhringurinn þar sem hægt er að velja sér þrjár vegalengdir. Gull A er 106 km, Gull B er 63 km og Silfur er 48 km. Magnús Ragnarsson hjá Símanum ætlar að fara hring en hann er svo mikill hjólakappi að hann lét húðflúra Wow Cyclothonið á kálfann á sér í fyrra en hann hefur nokkrum sinnum hjólað hringinn í kringum landið. Fyrir tveimur árum lét hann húðflúra hjólalógó á kálfann á sér. 

Einn frægasti fasteignasali landsins, Hannes Steindórsson, ætlar líka að hjóla hringinn ásamt Lukku á Happi, Kolbrúnu Björnsdóttur, fyrrverandi sjónvarpskonu, Tobbu Marinós og Kalla Baggalút.

Til þess að hjóla KIA Gullhringinn er ekkert markmið að vera í besta hjólaformi í heimi og er markmið mótsins að fá fólk til að hreyfa sig saman og hafa gaman af.

Mikið er lagt í alla umgjörð mótsins og þeir sem keppa fá vel útilátinn keppnispoka með allskonar skemmtilegheitum. Úrdráttarverðlaunin þykja þau flottustu í bransanum. Flugmiðar fyrir tvo til Evrópu, miðar á Kings og Leon, snjallsímar og HD-myndavélar svo eitthvað sé upp talið.

Á morgun er síðasti skráningardagur í hjólakeppnina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál