Margrét Erla Maack til 365

Margrét Erla Maack verður einn af umsjónarmönnum Íslands í dag á Stöð 2. Skipulagsbreytingar voru gerðar á sjónvarpsþættinum á dögunum þegar Sindri Sindrason ritstjóri þáttarins vék fyrir Andra Ólafssyni sem áður var aðstoðarritstjóri fréttastofu 365.

Á vef Vísi.is er greint frá því að á næstunni verði töluverðar breytingar á þættinum. Þar á meðal í ritstjórn, áherslum og efnistökum. 

Margrét Erla er þekkt fyrir að vera sniðug. Hún hefur verið Sirkusstjóri Sirkus Ísland sem notið hefur mikilla vinsælda og svo kennir hún Beyoncé-dansa í Kramhúsinu. Áður starfaði hún í Kastljósinu og sem dómari í Gettu Betur á Rúv. Upp á síðkastið hefur hún skrifað beitta pistla inn á Kjarnann. Þess á milli hefur hún selt herraföt hjá Kormáki og Skildi. 

Steinþór Helgi og Margrét Erla, dómarateymi Gettu Betur.
Steinþór Helgi og Margrét Erla, dómarateymi Gettu Betur. Morgunblaðið/Þórður
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál