Ræddu opið samband

Margret Hrafnsdóttir og Jón Óttar Ragnarsson.
Margret Hrafnsdóttir og Jón Óttar Ragnarsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Margret Hrafnsdóttir prýðir forsíðu MAN. Í gær sagði Smartland Mörtu Maríu frá því að Margret og fjölskylda hennar hafi upplifað mikinn öldugang þegar sonur þeirra Ragnar kom út úr skápnum sem transgender kona. Í viðtalinu talar Margret einnig um samband sitt við Jón Óttar Ragnarsson, en þau hafa verið par í 26 ár eða frá því hún var 19 ára og hann 44 ára.

„Það voru margir með sterkar skoðanir á þessu sambandi okkar í byrjun, ég var vöruð og jafnvel stöðvuð úti á götu til þess,“ segir Margret m.a. í viðtalinu við MAN. Hún segir jafnframt að frelsi sé mikilvægt ef samband eigi að blómstra.

„Ég trúi ekki á að vantreysta eða hefta hvort annað. Ég hef algjört frelsi til athafna, ég vinn með mikið af fallegum karlleikurum og við erum bæði innan um magnað fólk alla daga og þá er traust algjörlega nauðsynlegt. Við höfum rætt opið samband og hvað það þýðir og hvaða áhrif það hefur. Við erum bæði algjörlega á móti framhjáhaldi,“ segir Margret og bætir við að hún telji alla slíka umræðu góða og almennt að ræða aðra vinkla á hlutunum. Þau hjónin klæmist við hvort annað, bryddi upp á nýjungum í kynlífinu og sendi hvort öðru sexý sms skilaboð til að viðhalda neistanum.

Fjölskyldan verður aldrei söm

Margrét Hrafnsdóttir prýðir forsíðu MAN.
Margrét Hrafnsdóttir prýðir forsíðu MAN.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál