Kennir spinning sex sinnum í viku

Elfa Rut Gísladóttir tekur þátt í Ungfrú Ísland 2016.
Elfa Rut Gísladóttir tekur þátt í Ungfrú Ísland 2016.

Elfa Rut Gísladóttir er 20 ára hóptímakennari og starfsmaður í World Class. Hún er ein af þeim sem taka þátt í Ungfrú Ísland en keppnin fer fram 27. ágúst í Hörpu. Elfa Rut er einhleyp en hennar helstu áhugamál eru hreyfing, ferðalög og svo elskar hún að borða mat. 

Hvað er búið að vera áhugaverðast í undirbúningi keppninnar? Mér finnst myndatökurnar vera áhugaverðastar. Síðasta myndataka sem ég fór í var fermingarmyndatakan mín þannig þetta er allt mjög nýtt fyrir mér en svo ótrúlega skemmtilegt. Einnig fannst mér mjög gaman hvað við stelpurnar náðum vel saman, yndislegar stelpur sem ég er búin að fá að kynnast á þessum tíma og við munum klárlega halda áfram að tala saman og hittast eftir þetta skemmtilega sumar. 

Þekkið þið einhvern sem hefur tekið þátt í Ungfrú Ísland? Nei og já. Ég myndi ekki segja að ég þekkti þær neitt persónulega en kannast auðvitað við margar og veit hverjar þær eru.

Hvað drífur þig áfram í lífinu? Að toppa alltaf hvern dag fyrir sig. Gera daginn á morgun betri en daginn í dag.

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Þegar ég var yngri ætlaði ég að verða arkitekt. Ég teiknaði mikið en þurfti gjarnan að hafa reglustiku þar sem ég er svo „ferköntuð“ línurnar urðu að vera alveg þráðbeinar. Nú síðustu ár hef ég verið að skoða margt annað og tel ég að það þurfi að efla starfskynningar í skólum. Það eru margar leiðir sem hægt er að fara og trúi ég því að sú leið sem ég vel mér verði sú rétta.

Hvað gerir þú þegar þú vilt hafa það virkilega gott? Ég elska að kveikja á kertum og horfa á þætti eða mynd uppi í rúmi með þægilegt teppi og í kósýsokkum.

Hvað æfir þú oft í viku og hversu lengi í senn? Ég kenni spinning sex sinnum í viku og síðan lyfti ég í sirka einn og hálfan klukkutíma þrisvar til sex sinnum í viku. Fer líka stundum aukalega ef ég hef tíma og geri eitthvað sem mér finnst skemmtilegt eins og til dæmis hlaupa, sippa, í fjallgöngu og einhverjar öðruvísi æfingar en ég geri vanalega.   

Þurftir þú að hætta að borða eitthvað eftir að þú byrjaðir að æfa fyrir Ungfrú Ísland? Nei, alls ekki. Ég borða næstum því allt! Ég er mesti sælkeri sem hægt er að finna og borða mjög mikið og ekki skemmir fyrir ef það er eitthvað sætt.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Ferðast, fara í ræktina, kenna, fara á skauta og rifja upp gamla takta, það lætur mér alltaf líða vel.

En það leiðinlegasta? Keyra bíl.

Getur þú lýst þínum stíl? Jájá, ég myndi segja íþróttafrík með kósý ívafi.

Eru einhver tískuslys í fataskápnum þínum? Já, gúmmístígvél nr. 35 sem ég nota alltof mikið.

Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Beyoncé, mér finnst hún ótrúlega sterk og flott kona sem vill breyta heiminum. Hún flytur boðskap í lögunum sínum um jafnrétti. Þannig vil ég horfa á heiminn, að allir séu jafnir.

Hvar ætlar þú að vera stödd í lífinu eftir 10 ár? Ég verð vonandi búin að finna draumaprinsinn en annars vil ég helst ekki hugsa mikið um framtíðina. Leyfa henni frekar að gerast og vera opin fyrir því sem bíður mín.

Hvað gerir þig hamingjusama? Að vera með fjölskyldu og vinum. Fjölskyldan mín er mér mjög mikilvæg og ég er þakklát fyrir hana. Við erum mjög opin sem gerir það að verkum að það er auðvelt að tala saman og ég elska að geta leitað til þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál