Finnst leiðnlegt að vakna snemma

Aníta Ösp Ingólfsdóttir tekur þátt í Ungfrú Ísland 2016.
Aníta Ösp Ingólfsdóttir tekur þátt í Ungfrú Ísland 2016.

Aníta Ösp Ingólfsdóttir er 19 ára gömul og starfar við kynningar hjá Innnes og hjá Reykjavík Excursions. Hún er á föstu með Theodór Sigurbergsson. Hennar helstu áhugamál eru fótbolti, hreyfing, ferðalög, útivist og svo hefur hún mikinn áhuga á Netflix. Hún er ein af þeim sem tekur þátt í Ungfrú Ísland í ár. Keppnin fer fram á morgun í Hörpu kl. 20.00. Sýnt verður beint frá keppninni á mbl.is. 

Hvað er búið að vera áhugaverðast í undirbúningi keppninnar? Það sem mér hefur fundist áhugaverðast við keppnina er hvað það er mikil vinna á bakvið þetta allt saman og hvað það leggja margir ótrúlega mikið á sig til að gera þetta kvöld sem best.

Þekkið þið einhvern sem hefur tekið þátt í Ungfrú Ísland? Ég hef kannast við nokkrar.

Hvað drífur þig áfram í lífinu? Fjölskylda mín og vinkonur mínar eru klárlega þau sem drífa mig mest áfram.

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Þegar ég verð eldri þá langar mig helst að vera læknir, förðunarfræðingur eða rannsóknarlögregla en svo breytist þetta oft þar sem ég hef ekki almennilega ákveðið mig.

Hvað gerir þú þegar þú vilt hafa það virkilega gott? Þá leggst ég undir mjúku sængina mína, horfi á netflix og hef eitthvað gott til að narta í.

Hvað æfir þú oft í viku og hversu lengi í senn? Ég æfi ekki í augnablikinu vegna meiðsla.

Þurftir þú að hætta að borða eitthvað eftir að þú byrjaðir að æfa fyrir Ungfrú Ísland? Nei, ég hætti ekki að borða neitt. Finnst fátt betra en nammi með góðum þætti.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Það skemmtilegasta sem ég geri er klárlega að ferðast. Mig langar að skoða heiminn einn daginn.

En það leiðinlegasta? Mér finnst ekkert sérlega gaman að vakna snemma á morgnana. Maður lætur sig samt hafa það.

Getur þú lýst þínum stíl? Ég er bara með frekar afslappaðan stíl myndi ég segja.

Eru einhver tískuslys í fataskápnum þínum? Þau eru örugglega nokkur. 

Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Ég á svo margar frábærar fyrirmyndir í kringum mig að ég get ekki nefnt einhverja eina.

Hvar ætlar þú að vera stödd í lífinu eftir 10 ár? Eftir 10 ár þá sé ég mig bara hamingjusama. Æðisleg fjölskylda, góð vinna og frábærir vinir.

Hvað gerir þig hamingjusama? Það sem gerir mig hamingjusama er allt yndislega fólkið sem ég á í kringum mig og svo gleður það mig mikið þegar ég sé eða geri sjálf eitthvað góðverk. Það gleður litla hjartað manns mikið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál