Segist ekki vera fordekruð partýpía

Pippa Middleton segist ekki vera fordekruð yfirstéttardrós.
Pippa Middleton segist ekki vera fordekruð yfirstéttardrós. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail

Pippa Middleton, yngri systir hertogaynjunnar af Cambridge, segist orðin leið á því að fólk telji hana ríka yfirstéttardrós sem lyfti ekki litla fingri.

Middleton segist ávallt vera með mörg járn í eldinum, en hún starfar meðal annars fyrir ýmsar góðgerðarstofnanir auk þess sem hún er í þann mund að senda frá sér uppskriftabók.

„Fólk segir að ég hafi notið forréttinda og að ég hafi notað stöðu mína mér til framdráttar, að ég vinni ekki og ég sé yfirstéttarstúlka. Það orð fer reglulega í taugarnar á mér. Fólk segir að ég sé bara einhver partýpía,“ sagði Middleton í viðtali við Daily Mail.

Þá segist hún eyða fimm dögum vikunnar á skrifstofunni sinni þar sem hún skrifar pistla fyrir Waitrose Kitchen og Vanity Fair, auk þess sem hún vinni að ýmsum verkefnum fyrir góðgerðarstofnanir.

„Fólk virðist halda að ég njóti mikils stuðnings frá fólki sem hjálpar mér. En ég geri það ekki. Þetta er bara ég.“

Middleton trúlofaðist auðkýfingnum James Matthews í sumar, en brúðkaup þeirra mun fara fram á næsta ári.

„James og ég búum yfir sama andanum. Við erum bæði með keppnisskap og höfum lent í mörgum ævintýrum saman.“

Frétt mbl.is: Trúlofunarhringurinn kostaði 32 milljónir

James Matthews og Pippa Middleton trúlofuðu sig fyrr í sumar.
James Matthews og Pippa Middleton trúlofuðu sig fyrr í sumar. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál