Skúli Mogensen á hækjum

Guðni Th. Jóhannesson og Skúli Mogensen.
Guðni Th. Jóhannesson og Skúli Mogensen. Ljósmynd/Instagram

Skúli Mogensen forstjóri WOW air er á hækjum eftir að hafa lent í skíðaslysi í Frakklandi. Hann var staddur í skíðafríi ásamt fjölskyldu sinni um jól og áramót þegar slysið varð. Samkvæmt heimildum Smartlands slasaðist hann síðasta dag ferðarinnar og er nú með slitið krossband og liðband. 

Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir ævintýramanninn Skúla sem elskar útivist og skíðaferðir. Slík meiðsl taka langan tíma að jafna sig og má búast við því að hann verði á hækjum næstu mánuði. Skúli lætur þetta þó ekki stoppa sig og mætti á Bessastaði í gær til að hitta Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands. 

Svo má ekki gleyma því að Skúli er í góðum höndum því faðir hans, Brynjólfur Mogensen, er bæklunarlæknir og ætti því að reynast betri en enginn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál