„Við létum smíða tennur upp í hana Diddu“

Steinunn Ólína sett í gervi Diddu. Það er Áslaug Dröfn …
Steinunn Ólína sett í gervi Diddu. Það er Áslaug Dröfn Sigurðardóttir sem lagði línurnar en hún er gervahönnuður. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og ritstjóri Kvennablaðsins er óþekkjanleg í hlutverki Diddu í Föngum. Smartland birti í gær viðtal við Helgu Rós Hannam búningahönnuð Fanga og sagði hún frá því að hún hafi búið til sérstaka „fitubollu“ sem Steinunn Ólína klæddist innanundir búningnum. Það var þó ekki bara „fitubollan“ sem skapaði Diddu, heldur kom fleira til. Áslaug Dröfn Sigurðardóttir gervahönnuður lagði mikla vinnu í sköpun sína til þess að gera Diddu trúverðuga. 

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og ritstjóri Kvennablaðsins fór á kostum …
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og ritstjóri Kvennablaðsins fór á kostum í Föngum. Þar lék hún Diddu. Ljósmynd/Íris Ann Sigurðardóttir

 

„Búningurinn sem Helga saumaði á mig og var næst mér varð órjúfanlegur partur af mér um leið og ég klæddist honum svo því fylgdi notaleg frelsistilfinning að komast í Diddu sína eins sérkennilega og það hljómar. Búningurinn hjálpaði mér mikið við að finna hvernig Didda hreyfði sig og bar sig til við daglegar athafnir,“ segir Steinunn Ólína. 

Hún segir „fitubollan“ hafi hjálpað henni að túlka Diddu sem var á miklum geðlyfjum í þáttunum. 

„Það skipti máli fyrir mig þegar ég var að búa persónuna til að það væri augljóst á atgervi hennar öllu að sökum mikillar geðlyfjaneyslu og innilokunnar væri hún ekki síður líkamlega en andlega úrsérgengin og silaleg til hreyfinga. Helga var alveg til í að leyfa mér að umbreyta mér svolítið og hún lagði mikla natni í að gera líkamann raunuverulegan en ekki farsakenndan því það hefði verið fatalt. Didda er kona af holdi og blóði, hégómalaus frjáls andi sem lýtur engu nema eigin furðulögum. Mér hefur sjaldan liðið betur í nokkru hlutverki sem segir náttúrlega þá sögu að hver og einn geymir andhverfu sína í sér. Ef ég hefði ekki notið svona atlætis í gegnum lífið hefði ég kannski orðið einhverskonar Didda. Það er ágætt að hafa það á bak við eyrað.“

Það var þó ekki bara búkurinn sem var búinn til heldur bjó Áslaug Dröfn Sigurðardóttir til andlitsgervi á Steinunni Ólínu. 

„Við létum smíða tennur upp í hana Diddu sem breyttu munnsvipnum mikið. Við vildum dimma augnsvipinn svo við notðum linsur í augun sem voru örlítið mislitar og gerðu augnsvip Diddu svolítið skrýtinn án þess að það væri hægt að setja fingur á það. Síðan dró Áslaug fram hrukkur og undirstrikaði mína andlitsdrætti með skyggingum og litum og áferð. Flinkir förðunarmeistarar eru galdramenn og við gerðum tilraunir þar til við vorum báðar ánægðar með útlitið. Svo lékum við okkur með það hvernig Diddi notaði á sér höfuðið í hreyfingum svo að farðinn og hreyfingarnar færu saman. Þær Áslaug og Helga Rós eru báðar miklar fagmanneskjur og þessi samvinna okkar þriggja skilaði okkur Diddu minni, sem mér þykir afar vænt um,“ segir Steinunn Ólína.

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir í hlutverki sínu í Föngum.
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir í hlutverki sínu í Föngum. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir
Nína Dögg Filippusdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Unnur Ösp Stefánsdóttir …
Nína Dögg Filippusdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Unnur Ösp Stefánsdóttir í hlutverkum sínum í Föngum. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir
Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál