Börnin „rigguðu“ upp óvæntu afmæli

Anna Margrét Kristinsdóttir átti ekki von á neinu þegar hún …
Anna Margrét Kristinsdóttir átti ekki von á neinu þegar hún mætti heim til sín. Eins og sést á myndinni klökknaði hún.

​Börn, tengdabörn, mágkona og vinkonur Önnu Margrétar Kristinsdóttur fjárfestis ákváðu að koma henni á óvart um síðustu helgi. Þau rigguðu upp óvæntu afmæli fyrir hana á heimili hennar í Arnarnesinu. Það er kannski ekki í frásögu færandi nema fyrir þær sakir að börnin og vinirnir pöntuðu Stuðmenn, Emmsjé Gauta og svo kom Bjartmar Guðlaugsson og tók nokkur lög. Ein skemmtilegasta kona Íslands, Sigga Kling, stýrði veislunni eins og herforingi.

Þegar ég hafði samband við Önnu Margréti segir hún mér að hún sé eiginlega enn þá að jafna sig og svífi um á bleiku skýi.

Anna Margrét bjóst ekki við neinu þegar hún labbaði inn.
Anna Margrét bjóst ekki við neinu þegar hún labbaði inn.



Forsaga málsins er sú að Anna Margrét varð fimmtug í fyrra. Þá höfði börnin hennar ætlað að rigga upp óvæntu afmæli en vegna sigurgöngu íslenska landsliðsins í knattspyrnu varð ekkert úr veisluhöldum því Anna Margrét var stödd í Frakklandi til að fagna gengi íslenska liðsins. Hún bjóst því ekki við því að neitt óvænt væri að fara að gerast um síðustu helgi þegar vinkonur hennar báðu hana að koma með sér út að borða.

„Ég var uppi í bústað með vinkonu minni og svo ætluðum við að hitta fleiri stelpur um kvöldið. Þær stungu upp á því að við myndum hittast heima hjá mér áður en við færum út að borða.

Ég hafði ekki hugmynd um hvað var í gangi þegar ég labbaði inn heima hjá mér. Það voru 100 og eitthvað manns fyrir framan mig. Ég var eins og fuglahræða um hárið, í rifnum gallabuxum og bol en ég ætlaði að taka mig til þegar ég kæmi heim,“ segir Anna Margrét og hlær.

Þegar hún labbaði inn í húsið áttaði hún sig á því að búið var að koma upp risastóru partítjaldi í garðinum og eftir að hafa knúsað gestina hélt Sigga Kling henni ræðu og lét hana syngja „Simply the best“ sem Tina Turner gerði vinsælt.

Anna Margrét fékk Bjartmar Guðlaugsson í afmælisgjöf.
Anna Margrét fékk Bjartmar Guðlaugsson í afmælisgjöf.

„Mágkona mín og vinkonur pöntuðu Bjartmar Guðlaugsson og færðu mér hann í afmælisgjöf, sem er náttúrulega bilað fyndið. Ég náttúrulega skellti mér upp á svið og söng með honum,“ segir hún og hlær.

Þegar ég spyr hana hvort Bjartmar sé hennar uppáhald segir hún svo ekki vera en það að fá hann í afmælið hafi þó skapað ákaflega góða stemningu.

„Þessir vinir mínir eru mjög miklir húmoristar,“ segir hún og hlær.

Í afmælinu voru mjög flottar veitingar frá Jóa í Múlakaffi og svo var þar barþjónn Sushi Social sem hristi kokkteila ofan í gestina.

Anna Margrét tók lagið með Emmsjé Gauta.
Anna Margrét tók lagið með Emmsjé Gauta.

„Svo var ég dregin út í tjald aftur og þá var Emmsjé Gauti mættur. Ég er ekki mikill rappari en ég neyðist til að hlusta á rapp því börnin mín elska það. En af því það er hlustað svo mikið á rapp heima hjá mér þá kann ég alla textana. Emmsjé Gauti tryllti lýðinn og voru ungir sem aldnir ákaflega hrifnir. Ég endaði auðvitað uppi á sviðinu og söng með honum Aron Can-viðlagið í Silfurskotta,“ segir hún og hlær enn þá meira.

„Í dag er ég bara kölluð Anna Can,“ segir Anna Margrét og hlær enn meir og bætir við: 

„Emmsjé Gauti spurði mig hvort ég vildi ekki ættleiða hann og í dag heitir hann Emmsjé Önnu Mögguson,“ segir hún og skellir upp úr. 

Þegar Emmsjé Gauti var búinn að ljúka sér af hélt Gabríel sonur hennar ræðu og kynnti svo Stuðmenn til leiks, en þeir eru uppáhaldshljómsveit Önnu Margrétar. Hún varð algerlega orðlaus þegar Stuðmenn mættu í hús og segist hún ekki hafa getað skipulagt teitið betur sjálf.

„Þeir voru líka í fertugsafmælinu mínu, þegar maðurinn minn heitinn, Gísli Reynisson, hélt mér óvænta afmælisveisu. Ég hefði aldrei trúað þessu upp á krakkarassgötin mín að gera mér þetta aftur,“ segir hún og hlær.

Arnarnesið nötraði og partíið heyrðist vel yfir í Kópavog. Anna Margrét segir að enginn hafi kvartað yfir hávaða. 

„Partíið heyrðist vel yfir í Kópavog, nágrannarnir kvörtuðu ekki. Ætli börnin hafi ekki verið búin að gera einhverjar ráðstafanir,“ segir hún og hlær. Það sönglar í hausnum á mér „I MUST HAVE DONE SOMETHING GOOD“. Ég á alveg ótrúleg börn,“ segir hún. 

Anna Margrét með börnunum sínum og tengdabörnum og Emmsjé Gauta …
Anna Margrét með börnunum sínum og tengdabörnum og Emmsjé Gauta sem er nú Önnu Mögguson.
Inga Reynisdóttir, Anna Margrét Kristinsdóttir og Óli Boggi.
Inga Reynisdóttir, Anna Margrét Kristinsdóttir og Óli Boggi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál