Opnaði sig um átröskunina

Viktoría krónprinsessa og eiginmaður hennar, Daníel prins.
Viktoría krónprinsessa og eiginmaður hennar, Daníel prins. AFP

Sænska krónprinsessan Viktoría þjáðist af átröskun á sínum yngri árum, en hún opnaði sig um baráttuna í nýlegri heimildamynd. Þá segir hún að álagið sem fylgdi konunglegum skyldum hafi sett strik í reikninginn, en hún var 18 ára þegar hún fór að starfa fyrir krúnuna og sinna opinberum skyldum.

Í nóvember 1997 greindi sænska konungsfjölskyldan frá því að Viktoría þjáðist af átröskun, en hún sótti sér hjálp við veikindum sínum í Bandaríkjunum eins og fram kemur í frétt Daily Mail.

„Ég vildi gera meira en ég gat með raunsæjum hætti,“ segir Viktoría í nýrri heimildamynd, þar sem fjallað er um ævi hennar.

„Ég þurfti tíma til að ráða fram úr hlutunum og ná jafnvægi á ný. Ég þurfti að kynnast sjálfri mér betur, átta mig á því hvar mörkin mín liggja og vera ekki stöðugt að ganga fram af mér.“

Krónprinsessan viðurkenndi þó að hún væri enn ekki laus við fullkomnunaráráttuna, en í dag segist hún nýta hana til að starfa fyrir land sitt.

Þessi mynd af Viktoríu var tekin árið 1997, þegar hún …
Þessi mynd af Viktoríu var tekin árið 1997, þegar hún var ekki upp á sitt besta. Skjáskot / Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál