Lífið hefur sjaldan verið eins gott

Leik-og söngkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir blómstrar þessa dagana. Hún er komin fimm mánuði á leið en hún á von á barni með kærasta sínum, Aroni Pálmarssyni, handboltastjörnu. Ágústa Eva leikur eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni Ég man þig en svo hefur hún verið að vinna meira í tónlistinni og gefa henni meiri rými í tilverunni. 

Á dögunum hélt Ágústa Eva tónleika á Rósenberg undir yfirskriftinni Uppáhaldslögin hennar ömmu. Tónleikarnir voru svo vel sóttir að nú ætlar Ágústa Eva að halda aðra tónleika næsta föstudag. 

„Ég er að halda tónleika næsta föstudag í Bæjarbíói í Hafnarfirði kl 20:00. Þeir bera heitið Uppáhaldslögin hennar ömmu og eru númer tvö í þessari tónleikaröð. Við vorum með fyrstu tónleikana á Rósinberg fyrr í mánuðinum og sáum strax að þetta væri eitthvað sem við þurftum að gera aftur. Það var fullt út úr húsi þrátt fyrir stuttan aðdraganda og nánast engar auglýsingar. Andinn var engum líkur og ólíkt öllu sem ég hef tekið þátt í. Þarna voru sameinaðar þrjár kynslóðir fólks sem tengjast öll þessari tónlist miklum tilfinningaböndum af ólíkum ástæðum,“ segir Ágústa Eva.

Hún játar að hún elski þessi gömlu lög af öllu hjarta. 

„Sjálf hef ég elskað þessa tónlist frá því að ég var barn og nefndi tónleikana til heiðurs ömmu minni og ömmum okkar allra eiginlega og öfum að sjálfsögðu. Þessi tónlist og textarnir eru fjársjóður okkar, mörg af okkar fögrustu og best ortu lögum og ljóðum eru þarna. Svo ekki sé minnst á útsetningarnar og spilerýið. Því valdi ég einstaka tónlistamenn til að flytja þessa tónlist með mér, sanna listamenn. Matthias Hemstock, Kjartan Valdemarsson, Þórð Högnason og Óskar Guðjónsson, hver tónn er eins og gull sem þeir spila og einstakt að fylgjast með fólkinu gapa yfir þeim. Sjálf hef ég oft orðið fyrir svipuðum hughrifum að horfa á þá flytja tónlist, þeir eru svona transtónlistarmenn og þegar þeir snerta á þessum lögum þá er það engu líkt. Við flytjum vel valdar dægurlagaperlur frá árunum 1945-1960, lög sem Helena Eyjólfs flutti, Alfreð Clausen og fleiri. Mörg laganna eru eftir bræðurna Jónas og Jón Múla Árnasyni,“ segir Ágústa Eva alveg hugfangin. 

Hún segir að tónleikarnir séu ekki bara fyrir ungu kynslóðina. 

„Tónleikarnir eru ekki síst haldnir fyrir eldra fólkið okkar. Mér hefur fundist vanta sárlega viðburði og skemmtanir fyrir þau og á viðráðanlegu verði. Þannig að þetta er þannig hugsað.“

Ágústa Eva geislar af gleði og hamingju þessa dagana. Hún segir að lífið hafi sjaldan leikið eins vel við hana og akkúrat núna. 

„Lífið mitt þessa dagana er svolítið í takt við þessa tónlist, bara yndislegt. Ljùfir mànuðir framundan, ég verð bara að vinna við tónlist, ekkert stress eða hamagangur, bara ró og næði fyrir stækkandi fjölskyldu. Maður er bara eins og blóm í eggi, komin 5 mánuði á leið og allt eins og í sögu allir heilsuhraustir og happy. Við nýtum svo sumarið í að njóta lífsins í faðmi fjölskyldu og vina. Ævintýri á hverju strái.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál