Herra H&M á leið til Íslands

Þessar myndir voru teknar í höfuðstöðvum H&M í Stokkhólmi í …
Þessar myndir voru teknar í höfuðstöðvum H&M í Stokkhólmi í vikunni. Karl-Johan Persson framkvæmdastjóri H&M mætir í opnun verslunarinnar á Íslandi. Ljósmynd/Samesett

Framkvæmdastjóri H&M, Karl-Johan Persson, mun mæta á opnun H&M í Smáralind 26. ágúst. Hann er milljarðamæringur og barnabarn, Erlings Persson stofnanda H&M. Karl-Johan tók við framkvæmdastjórastarfinu 2009. Hann er fæddur 23. mars 1975 og er stórstjarna í Svíþjóð. Þegar hann og eignkona hans, Leonie Gillberg, giftu sig árið 2002 þá var Viktoría Krónprinsessa Svíþjóðar meðal gesta.

Undirrituð hitti Karl-Johan í höfuðstöðvum H&M í Stokkhólmi í vikunni og sagði hann að Ísland hefði lengi verið á kortinu hjá þeim. Hann sagði jafnframt að hann væri mjög spenntur fyrir þessari opnun og útilokaði ekki að fleiri verslanir í eigu H&M muni opna á Íslandi. Eins og H&M Home, Other Stories, Cos, Monki og Weekday svo eitthvað sé nefnt. 

Hann sagði að það það tæki tvö ár að undirbúa opnun á H&M verslun og það hafi verið unnið hörðum höndum að þessari opnun síðan 2015. Þegar hann var spurður að því hvort ferðamannastraumur til Íslands hefði haft áhrif játaði hann því. 

Fyrirtækið H&M var stofnað árið 14947 af Erling Persson, afa Karls-Johans. Fyrirtækið fagnar 70 ára afmæli á þessu ári en fyrsta Hennes verslunin var staðsett í Västerås í Svíþjóð. 

Árið 1968 sameinaðist veiðiverslunin Mauritz Widforss við Hennes og var nafninu breytt í Hennes & Mauritz. Árið 1982 tók sonur Erlings, Stefan Persson yfir framkvæmdastjórn fyrirtækisins en hann sinnti því starfi til 1998. 

Í árslok mun H&M reka verslanir í 69 löndum. 

Karl-Johan Persson tók við starfi framkvæmdastjóra H&M árið 2009.
Karl-Johan Persson tók við starfi framkvæmdastjóra H&M árið 2009.
Karl-Johan Persson.
Karl-Johan Persson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál