Hreyfir sig aldrei lengur en í 30 mínútur

Ebba Guðný Guðmundsdóttir.
Ebba Guðný Guðmundsdóttir.

Ebba Guðný Guðmundsdóttir er nýkomin heim frá Frankfurt þar sem hún náði að selja bókina sína Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? til þýsks bókaútgefanda. Á næstunni kemur bókin út á ensku. Enska heiti bókarinnar er The parent's guide to healthy cooking, en Ebba Guðný þýddi bókina yfir á ensku síðasta vetur þegar fjölskyldan dvaldist í Suður-Afríku. Ebba Guðný rekur vefsíðuna pureebba.com en á síðunni er hún með fróðleik og kennslumyndbönd í matreiðslu.

Er einhver matur sem þú borðar ekki eða fer illa í þig?

Já, ég þoli illa hveiti, ger, hvítan sykur, mjólkurvörur og steiktan mat. Ég borða lítið af því núorðið fyrir utan smjör og rjóma, sem ég elska. Það er ekki auðvelt að skipta bara út hráefnum, spelti & bókhveiti, rís- eða möndlumjólk sem dæmi, pálmasykur, agave síróp, hunang o.s.frv.

Ertu hætt að borða eitthvað sem þú borðaðir áður?
Já, steinhætt að borða svínakjöt!

Hvað gerir þú til að líta betur út?
Já, ætli eitt það besta sem maður getur gert sé ekki að þykja vænt um sig og þá langar mann að hugsa vel um sig. Þetta helst í hendur. Reyna að elska sig eins og maður er ... og bara „fake it until we make it“. (Blikka sig í speglinum og segja svaka hallærislega: ,,halló sæta!“). Ég reyni sjálf að hreyfa mig þrisvar sinnum í viku af því mér líður vel þegar ég er búin að hreyfa mig og þá má ég líka borða meira! En ég hreyfi mig ekki lengi, kannski 30 mínútur og svo reyni ég að borða hollan mat sem mér líður vel af. Mér er eiginlega bara hætt að langa í ótrúlega margt af því mér líður svo ferlega illa af því!

Hvert er ódýrasta fegrunarráðið?
Að vera glaður og þakklátur fyrir allt það góða sem maður hefur því þá verður maður svo sætur og aðlaðandi! Svo er líka gott að drekka heitt vatn með smá sítrónuskvettu á morgnana og fá sér svo grænan djús, annað hvort djús eins og þann sem ég bý til á www.pureebba.com eða bara hræra smá hreinu chlorellu-dufti út í vatn. Þetta allt gerir líkamann basískan (sítrónur eru basískar!) og hjálpar honum að afeitra sig og losa sig við óæskileg efni. Það er góð byrjun á deginum. Svo finnst mér ég alltaf vera sætari þegar ég er búin að setja á mig smá kinnalit og það er eitthvað alveg nýtt fyrir mér!


Lumar þú á leynitrixum varðandi útlitið?
Nei, það væri nú gaman að kunna einhver slík! Mér finnst ég alltaf voðalega lengi þegar ég ætla að gera mig fína, en ég nota alltaf hreinar snyrti- og hreinsivörur eins og Purepact-hárvörurnar, Sante, Youngblood og Dr. Haurschka-snyrtivörurnar og kaldpressaða kókosolíu á kroppinn. Ég nota líka kókosolíuna til að taka af mér farða á kvöldin. Ég set kókosolíu í bómul og heitt vatn. Og einnig hrein lífræn krem á andlitið. Ég les því alltaf innihaldslýsingar áður en ég kaupi mér krem, snyrti- og hárvörur.

Hvað er að finna í snyrtibuddunni þinni?
Gloss frá Youngblood, kinnalit frá Youngblood (nota hann á varirnar) og tannþráð.

Hvaða matar gætir þú ekki verið án?
Súkkulaðis og mandla.

Hér maukaði Ebba saman avókadó og peru og bætti við …
Hér maukaði Ebba saman avókadó og peru og bætti við smávegis af ferskjusafa og vatni. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál