Yfirstærð og „anorexía“ mætast í nektarmyndatöku

Hér sést fyrirsætan Katya Zharakova, sem er flokkuð í yfirstærð, …
Hér sést fyrirsætan Katya Zharakova, sem er flokkuð í yfirstærð, ásamt fyrirsætu í hefðbundinni stærð. mbl.is/Plus Model Magazine

Hvað gerist þegar fyrirsæta í „yfirstærð“ hittir fyrirsætu í „venjulegri“ stærð? Jú, „venjulega“ fyrirsætan lítur út eins og barn (eða anorexíuskjúklingur) við hliðina á þeirri stærri. Tímaritið Plus Model Magazine prófaði að mynda tvær fyrirsætur, aðra í stærð 12 og hina í hefðbundinni fyrirsætustærð og er munurinn á þeim sláandi.

Með þessu er tímaritið Model Magazine að beita sér fyrir því að venjulegar stærðir verði viðurkenndar í stað þess að mata almúgann á því að það að vera allt of mjór sé fallegra. Auk þess vonast tímaritið til þess að myndirnar veki fólk til umhugsunar og það vakni.

Fyrirsætan Katya Zharakova, sem er 28 ára, situr nakin fyrir í myndaþætti blaðsins og hefur vakið heimsathygli. Daily Mail greinir frá því að fyrir 20 árum hafi fyrirsætur yfirleitt verið 8% grennri en venjulegar konur en í dag séu þær 23% grennri. Auk þess er bent á að fyrir 10 árum hafi fyrirsætur í „yfirstærð“ notað föt frá 12 upp í 18. Í dag kalli markaðurinn á meiri fjölbreytni í stærðum þar sem venjulegar konur séu farnar að nota stærri stærðir.

Í dag nota fyrirsætur í „yfirstærð“ föt frá 6 upp í 14 sem kallar á óánægju meðal neytenda. Það er merkilegt í ljósi þess að 50% allra kvenna (í Bretlandi) nota stærð 14 eða stærri. Föt eru hinsvegar yfirleitt ekki framleidd nema í stærð 14 og minni.

Ritstjóri blaðsins hefur nú sagt að myndaþátturinn sé ádeila á tískubransann. Hún segir að það sé enginn friður fyrir umfjöllun í fjölmiðlum um megrun. Hún benti þó á að það að vera grönn þýddi ekki endilega að viðkomandi væri heilbrigð.

mbl.is/Plus Model Magazine
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál