Tískumyndir eru ekki bara til að selja drauma

Á myndunum er ekki verið að fótósjoppa slæma húð.
Á myndunum er ekki verið að fótósjoppa slæma húð. Ljósmynd/Kári Sverrisson

„Fyrir um það bil þremur mánuðum kynnti ég fyrir kennaranum mínum, Paul Bevan, sem er með MA-próf í tískuljósmyndum, og bekknum mínum hvað ég vildi gera í meistaraverkefninu mínu. Konseptið heillaði kennarann minn og þá prófdómara sem hlustuðu á kynninguna mína og út frá því var ég valinn í að sjá um að búa til bækling og myndaseríu fyrir alþjóðleg „skin care“-samtök sem heita Skin Care For All,“ segir ljósmyndarinn Kári Sverrisson sem stundar nú meistaranám í London College of Fashion. Hann leggur stund á tískuljósmyndun og verður fyrsti Íslendingurinn til að útskrifast með þessa gráðu. 

„Verkefnið tók í heildina rúmlega tvo mánuði. Ég tók allar myndirnar á Íslandi en ég vildi notast við íslenska landslagið og svo fékk ég aðstoð hjá íslensku fagfólki,“ segir Kári og segist vera mjög þakklátur fyrir störf þeirra sem komu að þessu verkefni. Hann segir að það hefði ekki heppnast jafnvel ef hann hefði ekki verið með svona flott lið með sér.

„Allar myndirnar þurftu að búa yfir tískuelementum þar sem verkefnið snerist um að nota ljósmyndun og tísku til þess að vekja athygli á málum tengdum húðinni, húðsjúkdómum og fordómum í garð þeirra sem hafa upplifað einhver vandamál tengd húðinni. Um það bil 40% af fólki hefur einhvern tíma upplifað slík vandamál.“

Með myndunum vill Kári sýna að öll séum við eins hvort sem við erum með húðsjúkdóma eða ekki.

„Við tilheyrum ekki þessari steríótýpu af módeli eða hvernig auglýsingar eða tískumyndir eiga stundum til að sýna hin fullkomna kvenmann eða karlmann. Ég fékk innblástur hjá fólki sem hefur barist við fordóma og skoðaði hvað hefur verið gert áður í málefnum eins og þessum.

Það sem ég vil gera með myndunum mínum er að vekja athygli á því að tíska eða tískumyndir eru ekki bara til þess að selja drauma eða einhverja ákveðna ímynd heldur má líka nota tískuljósmyndun til þess að hjálpa og vekja athygli á viðkvæmum málefnum.“

Kári segir verkefnið vera mikið tækifæri fyrir sig sem ljósmyndara.

„Bæklingurinn var að koma út og ég er ekki enn farinn að sjá hvernig áhrif þetta mun hafa á ferilinn minn en nú þegar hefur London College of Fashion tekið viðtal við mig um þetta verkefni. Þeir vildu fá að vita meira um mig sem ljósmyndara og ég mun fá tækifæri til að kynna þetta verkefni ásamt því að sýna hvað ég hef verið að gera sem ljósmyndari fyrir Proctor and Gamble, sem er stórt fyrirtæki. Einnig hafa nokkur erlend tímarit sýnt þessu áhuga en ég á eftir að skoða þetta næstu daga. Ég vona að sjálfsögðu að þetta verkefni færi mér fleiri tækifæri og það sem ég er kannski ánægðastur með er að ég sem artisti er kominn inn á braut sem ég ætla mér að halda áfram á.“

Innblásturinn sækir Kári í daglegt líf, umhverfi sitt, vini og fjölskyldu.

„Ljósmyndun getur haft áhrif og ég er að vinna að því að myndirnar mínar séu ekki bara eins og enn einn tískuþátturinn sem þú horfir á og gleymir síðan fljótlega. Heldur myndir sem innihalda skilaboð, misjafnt eftir verkefnum og eftir því hvað á við mig þá stundina. Málefni eins og fátækt, þunglyndi, vændi, eiturlyfjafíkn og hungursneyð eru þeir hlutir sem ég notast við sem innblástur fyrir komandi verkefni og vonandi vekja athygli á þessum hlutum.“

Þessa dagana er Kári að vinna að því að klára meistaraverkefni sitt en hann þarf að skila því af sér í desember.

„Meistaraverkefnið mitt fjallar um að nota tískuljósmyndun til þess að vekja athygli á viðkvæmum málefnum og félagslegum vandamálum.

Myndirnar sem ég tók fyrir Skin Care For All-samtökin verða einnig partur af verkefninu mínu, en ég stefni á að myndirnar sem ég skila inn fyrir mastersverkefnið verði sería; 8-10 myndir sem taka á mismunandi málefnum.“

Myndirnar úr seríunni eru áhrifaríkar.
Myndirnar úr seríunni eru áhrifaríkar. Ljósmynd/Kári Sverrisson
Myndirnar hans Kára eru áhrifaríkar.
Myndirnar hans Kára eru áhrifaríkar. Ljósmynd/Kári Sverrisson
Kári vonast til þess að þetta verkefni kalli á fleiri …
Kári vonast til þess að þetta verkefni kalli á fleiri verkefni. Ljósmynd/Kári Sverrisson
Myndirnar voru allar teknar hérlendis.
Myndirnar voru allar teknar hérlendis. Ljósmynd/Kári Sverrisson
Kári Sverrisson.
Kári Sverrisson. Ljósmynd/Kári Sverrisson
Hér er ekki verið að fela exem.
Hér er ekki verið að fela exem. Ljósmynd/Kári Sverrisson
Kári vill að myndirnar hans skilji eitthvað eftir hjá áhorfandanum.
Kári vill að myndirnar hans skilji eitthvað eftir hjá áhorfandanum. Ljósmynd/Kári Sverrisson
Íslenskt landslag mætir fólki sem er allskonar.
Íslenskt landslag mætir fólki sem er allskonar. Ljósmynd/Kári Sverrisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál