Jón Gnarr hannar bol með syni sínum

Jón Gnarr hannaði bolina ásamt Frosta Gnarr syni sínum.
Jón Gnarr hannaði bolina ásamt Frosta Gnarr syni sínum.

Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, hannaði stuttermaboli með Frosta Gnarr, syni sínum, þar sem drengurinn með tárið, eftir Bruno Amadio, er í forgrunni. Á drenginn er svo smellt yfirvararskeggi Dalís.

Bolina hönnuðu þeir til styrktar Krabbameinsfélags Íslands í tilefni MottuMars. Frosti er hönnuður og starfar hjá Íslensku auglýsingastofunni. „Sorg og þjáning getur dregið okkur niður. Ótti er lamandi. En húmor er frelsi,“ skrifar Jón Gnarr á Facebook-síðu sína. 

„E Y L A N D stúlkur stoltar í bolum sem er samstarfverkefni EYLAND og Jóns Gnarr. Allur ágóði sölu bolanna rennur til Krabbameinsfélags Íslands.

Bolurinn mun kosta 8.900kr. og vera fáanlegur á netinu og í völdum verslunum. Við skorum á alla sem hafa tök á að næla sér í þennan fallega bol og styrkja gott málefni
Segjum meira frá þessu spennandi verkefni síðar,“ segir á Facebook-síðu Eyland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál