Vilja grátt sítt hár

Hér má sjá grátt náttúrulegt hár.
Hér má sjá grátt náttúrulegt hár. mbl.is/GettyImages

Björn Berg Pálsson hárgreiðslumaður segir að grátt hár hafi sjaldan verið heitara en akkúrat núna. Þá er hann ekki bara að tala um náttúrulegt grátt hár heldur hár sem er litað grátt. Hann segir að ljóshærðar konur séu ákaflega hrifnar af gráa hárinu og hann hafi ekki undan að lita hár kvenna grátt. Það eru þó aðallega ljóshærðar konur sem sækja í gráa hárið því erfiðara er að lita brúnt hár grátt (nema aflita það fyrst). Þegar Björn er spurður út í hvernig þetta hafi byrjaði segir hann að þetta hafi byrjað á tískupöllunum og hjá stjörnunum í Hollywood en nú fylgja venjulegar konur þessu eftir.

Björn Berg.
Björn Berg.

„Grái liturinn hefur poppað upp við og við en varð gífurlega vinsæll í fyrra. Stelpur sækja mikið í gráa litinn í dag. Það sem er skemmtilegt við þennan lit er að hann dofnar síðan bara niður í kaldan ljósan lit með tímanum. Til eru ótal útfærslur á gráa litnum og því hentar ekki að setja sama lit í hárið á öllum. Grái liturinn er kaldur og kannski hentar hann ekki alveg öllum en það má leika sér með hann endalaust. Ég hef verið svolítið í því að setja skugga í rótina og láta litinn dofna út í ljósgráan,“ segir hann.

Ef gráa hárið er aflitað undir er mikilvægt að nota „Color Safe“-sjampó til að viðhalda litnum. „Það skiptir máli að viðhalda raka í hárinu,“ segir hann.

Þegar Björn er spurður út í hársíddir segir hann að síða hárið sé dálítið heitt þessa dagana.

„Það er meira um sítt hár þetta sumarið en í fyrra. Við finnum mikið fyrir því á BeautyBar en það er þó alltaf viss hópur sem vill örlítið styttra hár yfir sumarið,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál