Ljóshærð kona þarf litun og plokkun

María Valdimarsdóttir.
María Valdimarsdóttir.

María Valdimarsdóttir flugfreyja hjá WOW air geislar af þokka og hefur alltaf gert. Hún virðist heldur ekki eldast eins og við hinar. Ég fékk að spyrja hana út í nokkur leynitrix hvað varðar snyrtingu og heilsurækt. 

Hvað gerir þú til þess að líta betur út? Bara þetta hefðbundna, drekka vatn, sofa vel og hreyfa mig. Annars finnst mér avocado, kókosolía og kaffi gera mér gott. Svo er alveg ómissandi fyrir svona ljóshærða konu eins og mig að fara í litun og plokkun.

Nú er álag á húðina í fluginu, lumar þú á einhverjum leynitrixum til að sporna við því að húðin verði þurr og svona? Ég nota reglulega góðan kornaskrúbb, gjarnan unninn úr ensímum til að losna við þurrkinn og endurnýja yfirborð húðarinnar. Svo er nauðsynlegt að þrífa húðina vel og nota rakamaska.

María Valdimarsdóttir.
María Valdimarsdóttir.

Hvaða krem notar þú? 3 Little wonder frá Ole Henriksen sem samanstendur af frískandi serumi, dagkremi og næturserumi sem inniheldur ávaxtasýrur.

Hvernig málar þú þig dagsdaglega? Ég nota maskara, gloss, hyljara og sólarpúður dagsdaglega.

Uppáhaldssnyritvara? Hoola-kinnaliturinn frá Benefit, setur alltaf punktinn sama hvernig liggur á manni.

Hvaða maskara notar þú? Youngblood-maskarann, hann þykkir og lengir, smitar ekki í húðina og næst af með vatni. Alger snilld.

3 Little wonder frá Ole Henriksen.
3 Little wonder frá Ole Henriksen.

Notar þú augnháranæringu? Nei ekki dagsdaglega, en prófaði Rapidlash um daginn og ég er ekki frá því að það hafi virkað.

Þegar þú ert á ferð og flugi í vinnunni, hvað freistar þín þá helst í erlendum stórborgum? Þar sem ég bjó erlendis í 12 ár finnst mér æðislegt að fá tækifæri og fara út fyrir landsteinana og tínast í mannmergðinni, asanum og umferðinnni.

Hvað dreymir þig um að eignast fyrir veturinn? Nýjar skíðagræjur og fallega kápu.

Uppáhaldshönnuður? Ég á engan uppáhaldsfatahönnuð, vel mér gjarnarn fatnað sem er vandaður og klassískur. Heimafyrir er ég með æði fyrir Georg Jensen.

Hoola frá Benefit.
Hoola frá Benefit.

Hvað gerir þú þegar þú ert ekki að vinna? Ég nota tímann milli fluga vel með fjölskyldunni og vinum. Svo hef ég verið að prófa nýtt sport hjá bróður mínum, SUP (Stand up paddle boarding ). Þetta er frábær útivera og hreyfing sem reynir á alla vöðva líkamans. Þetta sport skilur í raun allt amstur eftir á landi, hér er bara brettið, vatnið, náttúran og frelsið.

Hvaða líkamsrækt stundar þú og hvað æfir þú oft í viku? Ég er pínu tarnakona og æfi frekar óreglulega út af óreglulegum vinnutíma, en ég finn mig best í Hit-æfingum. Svo fer ég reglulega út með hundinn minn, það er góð útivera og hreinsar hugann.

Youngblood maskari.
Youngblood maskari.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál