Sótti innblástur til Díönu prinsessu

Klæðnaður Katrínar er ekki ósvipaður fötunum sem Díana prinsessa skartaði …
Klæðnaður Katrínar er ekki ósvipaður fötunum sem Díana prinsessa skartaði af sama tilefni á sínum tíma. Ljósmynd / skjáskot ET

Katrín, hertogaynja af Cambridge, er af mörgum talin ein best klædda kona veraldar. Þrátt fyrir að Katrín sé mikil tískufyrirmynd er hún óhrædd við að sækja sér innblástur til annarra slíkra.

Um helgina sóttu hertogaynjan og eiginmaður hennar árlegan viðburð, til að heiðra minningu þeirra sem fallið hafa í stríðsátökum.

Hertogaynjan klæddist svörtum jakka og bar svartan hatt. Þá hafði hún nælt þrjár rauðar draumsóleyjar í kragann sinn.

Klæðnaðurinn var í takt við tilefnið, en margir voru þó fljótir að benda á líkindin á milli hertogaynjunnar og Díönu prinsessu heitinnar.

Frétt ET.

Hertogaynjan var svartklædd frá toppi til táar, enda tilefnið að …
Hertogaynjan var svartklædd frá toppi til táar, enda tilefnið að minnast þeirra sem tapað hafa lífinu í stríðsátökum. Ljósmynd / skjáskot ET
Klæðnaður Katrínar og Díönu var nokkuð keimlíkur.
Klæðnaður Katrínar og Díönu var nokkuð keimlíkur. Ljósmynd / skjáskot ET
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál