Karl Lagerfeld elskar íslenskar húðvörur

Karl Lagerfeld á forsíðu Vogue.
Karl Lagerfeld á forsíðu Vogue.


Franski tískuhönnuðurinn Karl Lagerfeld, yfirhönnuður Chanel, hugsar vel um heilsuna. Einu sinni var hann frekar þykkur og var þekktur sem feiti fatahönnuðurinn með taglið. Fyrir rúmlega áratug tók hann sig til og létti sig um 40 kg. Í dag er hann grannur og spengilegur og hugsar ekki bara vel um heilsuna heldur líka um húðina. Það kom skemmtilega á óvart að fletta nýjasta hefti franska Vogue því þar segir Lagerfeld frá sínum uppáhaldshúðdropum sem eru einmitt íslenskir.

Lagerfeld hefur umsjón með efnistökum og hönnun desemberútgáfu blaðsins og lúrir ekki á leynitrixunum varðandi gott útlit. Hann notar sem sagt húðdropana EGF SERUM og 30 DAY TREATMENT frá BIOEFFECT. Það kemur svo sem ekki á óvart því sala á þessum íslensku ofurhúðvörum hefur farið fram úr björtustu vonum.

„Við erum mjög ánægð og þakklát fyrir svona jákvæða umfjöllun þar sem íslenskar vörur, sem keppa á markaði þar sem samkeppni er gífurlega hörð, skulu vera sérvaldar af einum mesta áhrifavaldi í þessum geira og birtast í jafnvirtu tímariti sem hið franska Vogue sannarlega er. Þetta er mikil viðurkenning fyrir BIOEFFECT og sýnir enn og aftur að vörur okkar eru með einstaka virkni sem viðskiptavinir okkar kunna að meta,“ segir Hildur Ársælsdóttir, markaðsstjóri BIOEFFECT, sem er dótturfyrirtæki Orf Líftækni.

„Það er líka gaman að segja frá því að Karl Lagerfeld hefur notað BIOEFFECT-vörurnar okkar í nokkur ár og er tryggur viðskiptavinur en hann verslar BIOEFFECT í Colette í París,“ segir hún. 

Meðfylgjandi má sjá umfjöllun um vörurnar í desemberútgáfu franska Vogue, sem nær yfir tvær blaðsíður. Þá má einnig sjá forsíðu tímaritsins en hana prýðir Karl Lagerfeld sjálfur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál