Edda geislaði á nýársballinu

Edda Hermannsdóttir í kjólnum fína í Iðnó á nýársdag.
Edda Hermannsdóttir í kjólnum fína í Iðnó á nýársdag.

Edda Hermannsdóttir upplýsingafulltrúi Íslandsbanka og leikfimisdrottning klæddist svörtum kjól af Hjördísi ömmu sinni í nýársfagnaði sem haldin var í Iðnó 1. janúar. Kjóllinn vakti mikla athygli enda var Edda eins og drottning í þessum eðalklæðum. 

„Mér finnst ferlega skemmtilegt að vera í kjólum en það eru ekki alltaf tilefni til að vera í svona extra fínum kjólum. Það var því tilvalið að draga þennan fram fyrir nýársfögnuð,“ segir Edda. 

Langamma Eddu hún Jósefína saumaði þennan kjóla á Hjördísi ömmu hennar.

„Amma var mikil kjólakona og það voru saumaðir kjólar á hana við hin ýmsu tilefni og alltaf hælaskór í stíl. Ömmu hefði ekki leiðst að sjá mig í þessum kjól í svona fallegu umhverfi eins og í Iðnó. Ég fékk kjólinn frá ömmu þegar ég var í Menntaskólanum á Akureyri og fór í honum á árshátíð. Ég þurfti þá að láta laga hann örlítið hjá saumakonu sem hafði orð á því hversu vandaður hann væri og mikið lagt upp úr öllum smáatriðum. Síðan er fallegt höfuðfat við kjólinn sem verður notað við næsta tilefni. Annars læt ég kjólinn hanga uppi á vegg heima enda allt of fallegur til að vera inni í skáp,“ segir Edda.

Hvernig var klæðnaðurinn almennt á nýársballinu? „Það voru allir alveg stórglæsilegir á nýársballinu og gaman að hitta vini í sínu fínasta pússi. Fólk lét það heldur ekki stoppa sig í að dansa fram á rauða nótt. Það er eitthvað mjög skemmtilegt við það að byrja árið svona og árið hlýtur að verða stórkostlegt í framhaldi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál