Öppdeitaðu stílinn fyrir veturinn

Gervipels úr Lindex.
Gervipels úr Lindex.

Haustið í allri sinni dýrð er einn besti tískutími ársins. Það er náttúrlega ekki nauðsynlegt að endurnýja alveg fataskápinn sinn, en það er alltaf gaman að bæta við einhverju smotteríi til að hressa upp á sig. 

Haustískan í ár er töluverð áskorun fyrir íslenskar konur sem vilja helst vera svartklæddar frá toppi til táar. Íslenskar konur halda nefnilega að þær sýnist svo slank ef þær eru svartklæddar.

Auðvitað er það tómur misskilningur að við sýnumst rýrari í svörtu. Þetta er allt bara spurning um að velja föt sem klæða okkur sjálfar og eru úr fallegum efnum og í litum sem henta okkar húðtón.

Í hausttískunni verður ekki þverfótað fyrir flaueli, rúskinni, velúr og blómamunstri. ERDEMxHM línan hefur sett ákveðinn tón en í þeirri línu eru rósóttir kjólar og skyrtur áberandi.

Í haust eigum við að vera í stíl, vera í efri og neðri parti úr sama efni og helst í kápu yfir í sama lit.

Litapallettan er mjúk. Það er töluvert um rústrautt, vínrautt, flöskugrænan og rauðan. Dökkblár á líka góða spretti.

Þessi föt eru úr Lindex.
Þessi föt eru úr Lindex.
Víðar buxur eru áberandi í hausttískunni. Þessi föt eru úr …
Víðar buxur eru áberandi í hausttískunni. Þessi föt eru úr Zara.
Rúskinn við rúskinn! Þessi kápa er frá Polo og fæst …
Rúskinn við rúskinn! Þessi kápa er frá Polo og fæst í Mathilda í Kringlunni.
Flott samsetning. Joggingbuxur og bolur við gervipels.
Flott samsetning. Joggingbuxur og bolur við gervipels.
Blómakjóll frá Gucci.
Blómakjóll frá Gucci.
Rauður kjóll frá Gucci.
Rauður kjóll frá Gucci.
Velúrdragt frá H&M.
Velúrdragt frá H&M.
Þessi gerviskinnkápa kemur í ERDEMxHM línunni sem kemur til landsins …
Þessi gerviskinnkápa kemur í ERDEMxHM línunni sem kemur til landsins í næstu viku.
Blómadragt frá ERDEMxHM.
Blómadragt frá ERDEMxHM.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál