Efnalaugapokar eru komnir í tísku

Kjóllinn er úr gegnsæju plasti.
Kjóllinn er úr gegnsæju plasti. ljósmynd/Brownsfashion.com

Fatahönnuðir þurfa sífellt að vera að hanna nýjar flíkur. Til þess að brydda upp á nýjungum eru stundum farnar óvenjulegar leiðir og það gerði tískhúsið Moschino þegar það hannaði kjól sem líktist þeim pokum sem fólk fær þegar það nær í fötin sín í hreinsun. 

Kjóllinn er til sölu í vefversluninni Browns og er á útsölu á 560 pund eða tæpar 80 þúsund íslenskar krónur. Það þykir ef til vill ekki mikið fyrir flík frá fínu merki eins og Moschino en hafa þarf í huga að vera þarf í annarri flík undir kjólnum þar sem hann er úr glæru plasti. 

Nú er spurning hvort Efnalaugin Björg eða aðrar efnalaugar fari ekki að selja pokana sína dýrum dómi. 

Hægt er að breyta hreinsunarpoka í kjól.
Hægt er að breyta hreinsunarpoka í kjól. ljósmynd/Brownsfashion.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál