Hárskrautið toppar jólahárið

Hárskraut hefur sjaldan verið heitara en akkúrat núna.
Hárskraut hefur sjaldan verið heitara en akkúrat núna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hugrún Harðardóttir, hárgreiðslumeistari á Barbarella, er komin í hátíðarskap og segir að jólahártískan einkennist af miklum glamúr og að hárskraut hafi aldrei verið vinsælla. 

„Núna er rétti tíminn til að dressa hárið með aukahlutum hvort sem um ræðir hárbönd, spangir eða spennur sem eru helst alsett marglitum steinum eða öðru glitrandi stöffi. Label.m framleiðir þetta fallega hárskraut sem við erum að leika með á myndunum en það er eitthvað sem er nýtt og spennandi því það hefur ekki sést mikið af því undanfarin ár,“ segir Hugrún sem mokar þessu hárskrauti út þessa dagana. Hárskrautið passar í raun í allar týpur af hári enda er það mismunandi í laginu og úr ólíkum formum. 

Hugrún er ekkert hissa á því að hárskrautið seljist vel því það smellpassi inn í samkvæmislíf desembermánaðar. 

„Í desember er maður oft mjög virkur í félagslífinu og þá er gott og gaman að breyta stundum til, prófa eitthvað nýtt og meira. Stórt hár er alltaf glamourus og þá koma öll hitajárnin frá HH Simonsen mjög sterk inn. Mér finnst gaman að leika mér með járnin og krulla einn og einn lokk eða blanda saman mismunandi lokkum til að fá ólíka hreyfingu í hárið.“

Hugrún notaði bylgjujárn frá HH Simonsen í hárgreiðsluna við efstu og næstefstu myndina. Hún segir að bylgjujárnið búi til flotta liði. Í fyrirsætuna með rósalitaða hárið notaði Hugrún mini-vöfflujárnið frá HH Simonsen sem býr til aukna fyllingu í rótina ef það er bara notað í rótina. Hugrún er líka mjög hrifin af keilukrullujárnunum. 

„Keilujárnin koma í allt frá mjög smáum krullum yfir í stóra mjúka liði og oft nóg að henda í sig einum og einum lokk til að poppa upp lookið,“ segir hún. 

Hugrún segir að mótunarefnin skipti miklu máli ef greiðslan á ekki að leka úr hárinu strax. 

„Auðvitað eru mótunarefnin lykilatriði fyrir flotta útkomu. Við erum með stútfullar hillur af flottum vörum bæði frá Label.m og Davines sem hjálpa til við að fullkomna útkomuna.“

Það sem er nýtt og ferskt í hártískunni eru pastellitaðir tónar sem gera hárið rósalitað, ljósfjólublátt og allt þar á milli. 

„Á myndunum sjáið þið tvo tóna af gullfallegri litapallettu sem var að detta í hús. Annar lilla fjólublár og hinn rósableikur og út í gylltan tón. Þessir munu eflaust heilla marga upp úr skónum og í ofanálag eru þetta keratínlitir svo að hárið er hjúpað af mýkt og glansi þrátt fyrir lýsingarferlið á undan,“ segir Hugrún.

Hugrún segir að þau hafi blásið fyrirsæturnar upp úr Volume Mousse frá Label.m og notað hársprey frá Davines í lokkana til að hámarka endingu á greiðslunni. 

„Í lokin mótuðum við hárið með souffle og texturising volume spray frá Label.m,“ segir hún. 

Hér er bylgjujárn frá HH Simonsen notað til að búa …
Hér er bylgjujárn frá HH Simonsen notað til að búa til liði í hárið. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Hér er hárið frjálslegt og tekið upp í annarri hliðinni …
Hér er hárið frjálslegt og tekið upp í annarri hliðinni með hárskrauti frá Label.m. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Hér sést vel hvernig hárið er tekið frá andlitinu.
Hér sést vel hvernig hárið er tekið frá andlitinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Hér mætast fléttur og snúðar og svo er restin af …
Hér mætast fléttur og snúðar og svo er restin af hárinu krullað með keilu frá HH Simonsen. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Rósalitaðir tónar eru vinsælir í ljóst hár. Hér er búið …
Rósalitaðir tónar eru vinsælir í ljóst hár. Hér er búið að taka hárið frá andlitinu með hárskrauti. Til að fá lyftingu í rótina er mini-vöfflujárn notað. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Glitrandi stjörnuskraut er mjög jólalegt.
Glitrandi stjörnuskraut er mjög jólalegt. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Hér er búið að flétta hárið á óvenjulegan hátt þar …
Hér er búið að flétta hárið á óvenjulegan hátt þar sem fléttan byrjar niðri. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Rauður varalitur, ljósbleikur tónn í hárið og hárskrautið einkenna jólatískuna.
Rauður varalitur, ljósbleikur tónn í hárið og hárskrautið einkenna jólatískuna. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál