Himnasending fyrir fólk með sokkablæti

Guðmundur Már Ketilsson og Gunnsteinn Geirsson.
Guðmundur Már Ketilsson og Gunnsteinn Geirsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðmundur Már Ketilsson og Gunnsteinn Geirsson hafa ekki gengið í einlitum sokkum í mörg ár og ákváðu að taka sokkblæti sitt skrefinu lengra. Fyrr á þessu ári stofnuðu þeir fyrirtækið Smartsock sem gengur út á að selja litríka sokka í áskrift. Meira að segja forsetinn kaupir sokka af þeim. 

En hvernig skyldi þetta sokkaævintýri hafa byrjað?

„Við erum báðir viðskiptafræðimenntaðir og erum báðir í 100% vinnu annars staðar og langaði einfaldlega að prófa eitthvað nýtt. Við erum ágætisblanda þar sem annar okkar er með bakgrunn í fjármálum á meðan hinn er markaðsmegin og hefur eitthvað verið að fikta í innflutningi áður. Hvorugur okkar hefur gengið í einlitum sokkum í mörg ár þannig að þetta sokkablæti á vel við okkur báða auk þess sem þvottavélar okkar beggja hafa verið duglegar að gleypa sokkana okkar í gegnum árin,“ segir Guðmundur. 

Hugmyndin kviknaði þegar Guðmundur var staddur í Danmörku í heimsókn hjá vini sínum. 

„Sá sagði honum frá því að hann, ásamt nánast öllum vinnufélögum sínum, væri að fá sokka senda heim til sín í hverjum mánuði. Eftir að ég kom heim þá sagði ég Gunnsteini frá þessu og við könnuðum þetta aðeins nánar og eftir það var ekki aftur snúið. Við prófuðum hina ýmsu sokkaframleiðendur, fengum send sýnishorn og prófuðum og völdum svo þann sem okkur fannst koma best út og var með mesta úrvalið,“ segir hann. 

Sokkaáskriftin er í rauninni hugsuð fyrir alla sem vilja ganga í flottum og litríkum sokkum. Hægt er að velja hvort fólk vilji eitt eða tvö pör send heim á mánuði. 

„Við erum ekki með neinn binditíma, uppsagnarfrestur er enginn og sendingarkostnaður er innifalinn í mánaðargjaldinu. Við bættum svo við gjafaáskriftum núna fyrir jólin sem er gjörsamlega að slá í gegn. Þar er fyrirkomulagið þannig að við sendum fyrstu sendingu heim til greiðanda sem getur þá laumað pakkanum undir tréð hjá viðkomandi. Næstu mánuði sendum við svo pakka heim til þess sem fékk gjöfina en í boði er að gefa áskrift í 3, 6 eða 12 mánuði.“

Kúnnar þeirra Guðmundar og Gunnsteins eru ekki af lakari sortinni. Einn af þeim er forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson. 

„Það vita allir að Guðni er smekkmaður en þeir Guðmundur þekkjast ágætlega þar sem strákarnir þeirra æfa saman fótbolta hjá Stjörnunni. Hann fær reglulega senda sokka frá okkur og líkar vel við þjónustuna,“ segir Gunnsteinn. 

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, gengur í sokkum frá þeim …
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, gengur í sokkum frá þeim félögum. mbl.is/Haraldur Jónasson / Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál